Leik tyrknesku liðanna Besiktas og Fenerbachce í meistarakeppni Evrópu í körfubolta í kvennaflokki var stöðvaður eftir aðeins tvær mínútur í fyrsta leikhluta vegna óláta stuðningsmanna.
Í kjölfarið var tekin ákvörðun um að hætta leik, þar sem ekki var hægt að tryggja öryggi leikmanna. Leikurinn verður því spilaður fyrir luktum dyrum á morgun í staðinn í Istanbúl.
Fenerbachce varð Evrópudeildarmeistari á síðustu leiktíð á meðan Besiktas vann Evrópubikarinn.