Fyrsti sigur Aþenu í efstu deild

Barbara Ola Zienieweska úr Aþenu með boltann í kvöld. Edyta …
Barbara Ola Zienieweska úr Aþenu með boltann í kvöld. Edyta Ewa Falenzcyk verst henni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aþena hafði betur gegn Tindastóli, 86:66, í nýliðaslag í 1. umferð úrvalsdeildar kvenna í körfubolta í Austurbergi í Breiðholti.

Fyrsti og þriðji leikhluti voru mjög jafnir en Aþenukonur voru mun sterkari í öðrum og fjórða leikhluta, sem nægði til 20 stiga sigurs.

Hanna Þráinsdóttir var stigahæst hjá Aþenu með 19 stig. Dzana Crnac kom sterk af bekknum og gerði 17.

Randi Brown spilaði vel fyrir Tindastól, skoraði 26 stig og tók 11 fráköst. Oumoul Sarr skoraði 14 stig.  

Austurberg, Bónus deild kvenna, 02. október 2024.

Gangur leiksins:: 2:6, 8:10, 12:10, 19:18, 28:21, 30:23, 36:25, 40:30, 51:30, 51:43, 53:54, 64:54, 71:56, 78:58, 81:62, 86:66.

Aþena: Hanna Þráinsdóttir 19/6 fráköst, Dzana Crnac 17, Ajulu Obur Thatha 13/4 fráköst, Jade Edwards 10/8 fráköst, Barbara Ola Zienieweska 8/8 fráköst, Elektra Mjöll Kubrzeniecka 7, Anna Margrét Lucic Jónsdóttir 6, Ása Lind Wolfram 6/11 fráköst.

Fráköst: 33 í vörn, 9 í sókn.

Tindastóll: Randi Keonsha Brown 26/11 fráköst, Oumoul Khairy Sarr Coulibaly 14/4 fráköst, Edyta Ewa Falenzcyk 11/10 fráköst, Klara Sólveig Björgvinsdóttir 6, Brynja Líf Júlíusdóttir 5, Eva Run Dagsdottir 2, Inga Sólveig Sigurðardóttir 2.

Fráköst: 26 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Gunnlaugur Briem, Aron Rúnarsson, Arvydas Kripas.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert