Stjarnan vann tvöföldu meistarana

Kolbrún María Ármannsdóttir lék mjög vel í kvöld.
Kolbrún María Ármannsdóttir lék mjög vel í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Stjarnan gerði sér lítið fyrir og sigraði Íslands- og bikarmeistara Keflavíkur, 71:64, í úrvalsdeild kvenna í körfubolta á heimavelli sínum í Garðabæ í kvöld. Var leikurinn liður í fyrstu umferðinni. 

Keflavík byrjaði mun betur og vann fyrsta leikhlutann 26:13. Stjarnan svaraði með 22:9 og 23:13 sigrum í öðrum og þriðja leikhluta og tókst Keflavík ekki að jafna í lokaleikhlutanum.

Kolbrún María Ármannsdóttir var stigahæst hjá Stjörnunni með 23 stig og  Denia Davis- Stewart gerði 21 stig og tók 28 fráköst. Diljá Ögn Lárusdóttir er mætt aftur í lið Stjörnunnar eftir erfið meiðsli og hún skoraði 14 stig.

Jasmine Dickey skoraði 25 stig og tók 13 fráköst fyrir Keflavík. Thelma Dís Ágústsdóttir bætti við tíu stigum.

Stjarnan - Keflavík 71:64

Umhyggjuhöllin, Bónus deild kvenna, 02. október 2024.

Gangur leiksins:: 0:10, 4:16, 8:22, 13:26, 19:28, 21:32, 31:33, 35:35, 43:36, 47:40, 53:40, 58:48, 62:52, 62:57, 65:62, 71:64.

Stjarnan: Kolbrún María Ármannsdóttir 23/7 fráköst, Denia Davis- Stewart 21/28 fráköst, Diljá Ögn Lárusdóttir 14/5 fráköst, Maria Magdalena Kolyandrova 7, Berglind Katla Hlynsdóttir 4, Fanney María Freysdóttir 2.

Fráköst: 32 í vörn, 16 í sókn.

Keflavík: Jasmine Dickey 25/13 fráköst/7 stolnir, Thelma Dís Ágústsdóttir 10, Anna Ingunn Svansdóttir 8, Anna Lára Vignisdóttir 8/7 fráköst/6 stoðsendingar, Agnes María Svansdóttir 7/4 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 6.

Fráköst: 26 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Jon Thor Eythorsson, Birgir Örn Hjörvarsson, Einar Valur Gunnarsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert