Góður í sterkustu keppninni

Martin Hermannsson stóð vel fyrir sínu í Berlín.
Martin Hermannsson stóð vel fyrir sínu í Berlín. Kristinn Magnússon

Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson stóð vel fyrir sínu er hann og samherjar hans í þýska liðinu Alba Berlín máttu þola tap fyrir Panathinaikos í Evrópudeildinni í körfubolta í Berlín í kvöld, 87:77.

Keppnin er sú sterkasta í álfunni og Martin átti flottan leik, þrátt fyrir úrslitin. Hann skoraði 12 stig, tók tvö fráköst og gaf níu stoðsendingar á 27 mínútum.

Var leikurinn sá fyrsti í keppninni í ár. Næst á dagskrá hjá Martin og félögum er útileikur við spænska stórliðið Barcelona.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert