Haukar sömdu við Belga

Seppe D'Espaller.
Seppe D'Espaller. Ljósmynd/Haukar

Körfuknattleiksdeild Hauka hefur samið við Belgann Seppe D’Espaller um að leika með karlaliðinu á komandi tímabili.

D’Espaller er 25 ára gamall framherji sem er 198 sentimetrar á hæð.

Hann hefur leikið í sameiginlegri úrvalsdeild Belgíu og Hollands undanfarin tímabil, síðast með Kortrijk.

Skilaði D’Espaller sjö stigum og tæplega fimm fráköstum að meðaltali í leik með Kortrijk á síðasta tímabili.

„Seppe hefur fótahraða og hæð sem okkur þótti vanta í hópinn okkar á undirbúningstímabilinu og þá sérstaklega varnarlega.

Hann er síðasta púslið fyrir veturinn og við erum ánægðir að hafa landað samningum í tíma fyrir mót,“ sagði Máté Dalmay, þjálfari Hauka, í tilkynningu frá félaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert