Höttur fór illa með Hauka

Óliver Árni Ólafsson og félagar fara vel af stað.
Óliver Árni Ólafsson og félagar fara vel af stað. Kristinn Magnússon

Höttur gerði góða ferð í Hafnarfjörðinn í dag og vann afar sannfærandi útisigur á Haukum, 108:80, í fyrstu umferð úrvalsdeildar karla í körfubolta.

Höttur var með 48:46 forskot í hálfleik og hélt áfram að bæta í forskotið í seinni hálfleik. Var sigur liðsins aldrei í hættu.

Courvoisier Mccauley skoraði 26 stig og tók níu fráköst fyrir Hött. Obadiah Trotter gerði 16 stig.

Tyson Jolly skoraði 30 fyrir Hauka. Birkir Hrafn Eyþórsson, Steeve Ho You Fat og Seppe D'espallier komu næstir með 12 hvor.

Haukar - Höttur 80:108

Ásvellir, Bónus deild karla, 03. október 2024.

Gangur leiksins:: 8:5, 13:8, 15:12, 17:24, 22:27, 24:36, 28:43, 36:45, 40:55, 44:61, 48:66, 52:74, 58:82, 67:88, 73:97, 80:108.

Haukar: Tyson Jolly 30/4 fráköst, Seppe D'Espallier 12/13 fráköst, Birkir Hrafn Eyþórsson 12, Steeve Ho You Fat 12/4 fráköst/3 varin skot, Hugi Hallgrimsson 6/4 fráköst, Everage Lee Richardson 6/7 fráköst/8 stoðsendingar, Hilmir Arnarson 2.

Fráköst: 23 í vörn, 14 í sókn.

Höttur: Courvoisier McCauley 26/9 fráköst, Nemanja Knezevic 17/17 fráköst/4 varin skot, Obadiah Nelson Trotter 16/6 fráköst, Gustav Suhr-Jessen 15, Eysteinn Bjarni Ævarsson 10, Adam Heede-Andersen 9/6 stoðsendingar, Adam Eiður Ásgeirsson 9, Óliver Árni Ólafsson 6.

Fráköst: 31 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: .

Áhorfendur: 278

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert