Keflavík vann í framlengdum spennuleik

Halldór Garðar Hermannsson skoraði 20 stig fyrir Keflavík.
Halldór Garðar Hermannsson skoraði 20 stig fyrir Keflavík. Eggert Jóhannesson

Keflavík hafði betur gegn Álftanesi í miklum spennuleik í fyrstu umferð úrvalsdeildar karla í körfubolta á útivelli í kvöld, 108:101. Réðust úrslitin í framlengingu.

Keflvíkingar voru yfir stóran hluta fyrri hálfleiks og var staðan eftir hann 55:48. Álftanes svaraði fyrir sig með 31:18 sigri í þriðja leikhluta og var staðan fyrir fjórða og síðasta leikhlutann 79:73.

Keflavík svaraði í fjórða leikhluta og tókst að jafna og knýja fram framlengingu. Í henni voru Keflvíkingar svo mun sterkari.

Wendell Green skoraði 27 stig fyrir Keflavík og Hilmar Pétursson 21. Andrew Jones gerði 25 stig fyrir Álftanes og Dimitrios Klonaras 24.

Álftanes - Keflavík 101:108

Álftanes, Bónus deild karla, 03. október 2024.

Gangur leiksins:: 7:8, 12:16, 16:28, 25:30, 29:32, 33:43, 43:48, 48:55, 55:57, 68:63, 74:69, 79:73, 84:75, 88:84, 90:86, 96:96, 99:102, 101:108.

Álftanes: Andrew Jones 25/4 fráköst/8 stoðsendingar/5 stolnir, Dimitrios Klonaras 24/6 fráköst, David Okeke 19/9 fráköst, Dino Stipcic 11, Haukur Helgi Briem Pálsson 9/6 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 8/4 fráköst/5 stoðsendingar, Viktor Máni Steffensen 5.

Fráköst: 27 í vörn, 7 í sókn.

Keflavík: Wendell Green 27/6 fráköst, Hilmar Pétursson 21/7 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 20, Igor Maric 12/4 fráköst, Marek Dolezaj 11/8 fráköst, Jaka Brodnik 7/5 fráköst, Jarell Reischel 6/12 fráköst, Sigurður Pétursson 4.

Fráköst: 33 í vörn, 14 í sókn.

Dómarar: Bjarki Þór Davíðsson, Bjarni Rúnar Lárusson, Einar Valur Gunnarsson.

Áhorfendur: 374

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert