Keflavík hafði betur gegn Álftanesi í miklum spennuleik í fyrstu umferð úrvalsdeildar karla í körfubolta á útivelli í kvöld, 108:101. Réðust úrslitin í framlengingu.
Keflvíkingar voru yfir stóran hluta fyrri hálfleiks og var staðan eftir hann 55:48. Álftanes svaraði fyrir sig með 31:18 sigri í þriðja leikhluta og var staðan fyrir fjórða og síðasta leikhlutann 79:73.
Keflavík svaraði í fjórða leikhluta og tókst að jafna og knýja fram framlengingu. Í henni voru Keflvíkingar svo mun sterkari.
Wendell Green skoraði 27 stig fyrir Keflavík og Hilmar Pétursson 21. Andrew Jones gerði 25 stig fyrir Álftanes og Dimitrios Klonaras 24.
Álftanes, Bónus deild karla, 03. október 2024.
Gangur leiksins:: 7:8, 12:16, 16:28, 25:30, 29:32, 33:43, 43:48, 48:55, 55:57, 68:63, 74:69, 79:73, 84:75, 88:84, 90:86, 96:96, 99:102, 101:108.
Álftanes: Andrew Jones 25/4 fráköst/8 stoðsendingar/5 stolnir, Dimitrios Klonaras 24/6 fráköst, David Okeke 19/9 fráköst, Dino Stipcic 11, Haukur Helgi Briem Pálsson 9/6 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 8/4 fráköst/5 stoðsendingar, Viktor Máni Steffensen 5.
Fráköst: 27 í vörn, 7 í sókn.
Keflavík: Wendell Green 27/6 fráköst, Hilmar Pétursson 21/7 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 20, Igor Maric 12/4 fráköst, Marek Dolezaj 11/8 fráköst, Jaka Brodnik 7/5 fráköst, Jarell Reischel 6/12 fráköst, Sigurður Pétursson 4.
Fráköst: 33 í vörn, 14 í sókn.
Dómarar: Bjarki Þór Davíðsson, Bjarni Rúnar Lárusson, Einar Valur Gunnarsson.
Áhorfendur: 374