Þjálfari Vals í bann

Finnur Freyr Stefánsson
Finnur Freyr Stefánsson mbl.is/Óttar Geirsson

Körfuknattleiksþjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson verður ekki á hlíðarlínunni hjá Val er liðið mætir Stjörnunni á útivelli í 1. umferð úrvalsdeildar karla annað kvöld.

Finnur var í dag úrskurðaður í eins leiks bann fyrir framkomu sína í leik Vals og Keflavíkur í meistarakeppni KKÍ um síðustu helgi.

Hann fékk sína aðra tæknivillu snemma leiks og var vísað upp í stúku fyrir vikið. Þá mætti hann ekki í viðtöl eftir leik, ekki frekar en leikmenn liðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert