Grindavík hafði betur gegn nýliðum ÍR, 100:81, á heimavelli sínum í Smáranum í Kópavogi í fyrstu umferð úrvalsdeildar karla í körfubolta í kvöld.
Grindavík var með undirtökin nánast allan leikinn. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 29:21 og hálfleiks tölur 49:38. Voru ÍR-ingar aldrei líklegir til að jafna í seinni hálfleik.
Devon Tomas skoraði 31 stig fyrir Grindavík og Daniel Mortensen kom með 17 stig og átta fráköst af bekknum.
Jacob Falko var stigahæstur hjá ÍR með 23 stig. Hákon Örn Hjálmarsson kom næstur með 18.
Smárinn, Bónus deild karla, 04. október 2024.
Gangur leiksins:: 4:6, 14:9, 25:13, 29:21, 31:25, 37:29, 40:31, 49:38, 53:42, 62:48, 70:54, 79:57, 79:63, 83:69, 91:74, 100:81.
Grindavík: Devon Tomas 31/4 fráköst/7 stoðsendingar, Daniel Mortensen 17/8 fráköst, Ólafur Ólafsson 13/9 fráköst, Jason Tyler Gigliotti 12/9 fráköst, Deandre Donte Kane 12/6 fráköst, Valur Orri Valsson 4, Einar Snær Björnsson 3, Nökkvi Már Nökkvason 3, Kristófer Breki Gylfason 3, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 2.
Fráköst: 33 í vörn, 9 í sókn.
ÍR: Jacob Falko 23/7 stoðsendingar, Hákon Örn Hjálmarsson 18/5 stoðsendingar, Oscar Jorgensen 16, Matej Kavas 12/5 fráköst, Zarko Jukic 5/14 fráköst, Tómas Orri Hjálmarsson 4/4 fráköst, Aron Orri Hilmarsson 2, Collin Anthony Pryor 1.
Fráköst: 29 í vörn, 6 í sókn.
Dómarar: Bjarki Þór Davíðsson, Gunnlaugur Briem, Birgir Örn Hjörvarsson.
Áhorfendur: 278