Stórsigur Ármanns í upphafsleiknum

Jónína Þórdís Karlsdóttir skoraði 21 stig.
Jónína Þórdís Karlsdóttir skoraði 21 stig. mbl.is/Óttar Geirsson

Ármann hafði betur gegn Selfossi, 90:53, í upphafsleik 1. deildar kvenna í körfubolta í Laugardalshöll í kvöld.

Ármenningar unnu fyrsta leikhlutann 30:15 og héldu áfram að bæta í forskotið út leikinn, en liðið vann alla fjóra leikhlutana.

Fanney Ragnarsdóttir var stigahæst hjá Ármanni með 24 stig. Jónína Þórdís Karlsdóttir gerði 21 stig, tók 17 fráköst og gaf 9 stoðsendingar.

Eva Rún Dagsdóttir skoraði 14 stig fyrir Selfoss og Anna Katrín Víðisdóttir gerði 12.

Laugardalshöll, 1. deild kvenna, 04. október 2024.

Gangur leiksins:: 9:2, 13:3, 23:8, 30:15, 35:22, 37:27, 43:30, 51:32, 55:36, 64:37, 69:39, 72:42, 77:44, 81:49, 86:49, 90:53.

Ármann: Fanney Ragnarsdóttir 24/7 fráköst, Jónína Þórdís Karlsdóttir 21/17 fráköst/9 stoðsendingar/5 stolnir, Hildur Ýr Káradóttir Schram 8/10 fráköst, Telma Lind Bjarkadóttir 8, Anna Lóa Óskarsdóttir 7/6 fráköst, Hulda Ósk Bergsteinsdóttir 6/5 fráköst, Aníka Linda Hjálmarsdóttir 5/4 fráköst, Brynja Benediktsdóttir 4/4 fráköst, Elfa Falsdottir 4/4 fráköst/5 stoðsendingar, Auður Hreinsdóttir 3.

Fráköst: 32 í vörn, 30 í sókn.

Selfoss: Eva Run Dagsdottir 14/7 fráköst, Anna Katrín Víðisdóttir 12, Sigríður Svanhvít Magnúsdóttir 9/5 fráköst, Eva Margrét Þráinsdóttir 7, Perla María Karlsdóttir 4/4 fráköst/5 stoðsendingar, Lilja Heiðbjört Valdimarsdóttir 3/4 fráköst, Elín Þórdís Pálsdóttir 2, Diljá Salka Ólafsdóttir 2.

Fráköst: 26 í vörn, 3 í sókn.

Dómarar: .

Áhorfendur: 93

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert