Nýliðar Hamars/Þórs og Tindastóls unnu bæði sterka sigra þegar 2. umferð úrvalsdeildar í körfuknattleik kvenna fór af stað með tveimur leikjum í kvöld.
Hamar/Þór fékk Þór frá Akureyri í heimsókn á Þorlákshöfn og hafði betur, 95:91.
Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik þar sem Þór var fjórum stigum yfir, 16:20, að loknum fyrsta leikhluta.
Hamar/Þór sneri hins vegar taflinu við í öðrum leikhluta og var með þriggja stiga forystu, 44:41, í hálfleik.
Áfram var allt í járnum í síðari hálfleik. Að loknum þriðja leikhluta var Þór einu stigi yfir, 65:66.
Í fjórða og síðasta leikhluta skoraði Þór fyrstu körfu leikhlutans en í kjölfarið náði Hamar/Þór undirtökunum og náði mest átta stiga forystu, 80:72, þegar hann var tæplega hálfnaður.
Engin uppgjöf var í Þórsurum sem minnkuðu muninn niður í þrjú stig, 84:81, þegar rúmar fjórar mínútur lifðu leiks.
Eftir mikla spennu hafði Hamar/Þór að lokum fjögurra stiga sigur.
Abby Claire Beeman átti stórbrotinn leik fyrir Hamar/Þór en hún skoraði 42 stig, tók níu fráköst, gaf átta stoðsendingar og stal þremur boltum.
Hana Ivanusa bætti við 20 stigum, átta fráköstum og þremur stolnum boltum.
Hjá Þór var Esther Fokke stigahæst með 25 stig og átta fráköst.
Eva Wium Elíasdóttir var með 20 stig og tvo stolna bolta og Madison Sutton var með tvöfalda tvennu er hún skoraði 19 stig, tók 16 fráköst og gaf átta stoðsendingar.
Icelandic Glacial höllin, Bónus deild kvenna, 08. október 2024.
Gangur leiksins: 4:3, 4:9, 10:12, 16:20, 24:23, 29:32, 31:41, 44:41, 51:46, 53:54, 57:57, 64:66, 75:68, 82:75, 84:81, 95:91.
Hamar/Þór: Abby Claire Beeman 39/9 fráköst/8 stoðsendingar, Hana Ivanusa 20/8 fráköst, Teresa Sonia Da Silva 17, Kristrún Ríkey Ólafsdóttir 8/7 fráköst, Anna Soffía Lárusdóttir 5/5 fráköst, Jóhanna Ýr Ágústsdóttir 4, Bergdís Anna Magnúsdóttir 2.
Fráköst: 26 í vörn, 8 í sókn.
Þór Ak.: Esther Marjolein Fokke 25/8 fráköst, Eva Wium Elíasdóttir 20, Madison Anne Sutton 19/16 fráköst/8 stoðsendingar, Amandine Justine Toi 13/6 fráköst, Hrefna Ottósdóttir 6, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir 6, Emma Karólína Snæbjarnardóttir 2.
Fráköst: 24 í vörn, 15 í sókn.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Einar Valur Gunnarsson, Hjörleifur Ragnarsson.
Áhorfendur: 100.
Tindastóll fékk þá Stjörnuna í heimsókn á Sauðárkrók og vann þægilegan sigur, 103:77.
Tindastóll var með undirtökin í fyrri hálfleik og leiddi með átta stigum að honum loknum, 47:39.
Í síðari hálfleik bættu Stólarnir einungis í, voru með um 20 stiga forystu allan síðari hálfleikinn og unnu að lokum með 26 stigum.
Randi Brown var stigahæst með 32 stig fyrir Tindastól. Hún tók auk þess átta fráköst og stal fjórum boltum.
Skammt undan var Oumoul Coulibaly með 29 stig, átta fráköst og fimm stoðsendingar. Edyta Ewa Falenczyk skoraði þá 23 stig, tók sex fráköst og stal þremur boltum.
Kolbrún María Ármannsdóttir var stigahæst hjá Stjörnunni með 22 stig og sjö fráköst. Diljá Ögn Lárusdóttir bætti við 21 stigi og stal fjórum boltum.
Sauðárkrókur, Bónus deild kvenna, 08. október 2024.
Gangur leiksins: 8:0, 12:2, 18:6, 20:14, 28:21, 34:26, 43:36, 47:39, 52:43, 64:46, 73:53, 81:60, 85:66, 91:71, 94:76, 103:77.
Tindastóll: Randi Keonsha Brown 32/8 fráköst/5 stoðsendingar, Oumoul Khairy Sarr Coulibaly 29/8 fráköst/5 stoðsendingar, Edyta Ewa Falenzcyk 23/6 fráköst, Emma Katrín Helgadóttir 7, Paula Cánovas Rojas 7/6 stoðsendingar, Brynja Líf Júlíusdóttir 3/8 fráköst, Inga Sólveig Sigurðardóttir 2.
Fráköst: 26 í vörn, 11 í sókn.
Stjarnan: Kolbrún María Ármannsdóttir 22/7 fráköst, Diljá Ögn Lárusdóttir 21, Bára Björk Óladóttir 9, Berglind Katla Hlynsdóttir 7, Denia Davis- Stewart 7/6 fráköst, Maria Magdalena Kolyandrova 6, Fanney María Freysdóttir 4, Ísey Ísis Guttormsdóttir Frost 1.
Fráköst: 12 í vörn, 8 í sókn.
Dómarar: Kristinn Óskarsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson, Guðmundur Ragnar Björnsson.
Áhorfendur: 150.