Öruggt hjá Keflavík í Suðurnesjaslagnum

Brittany Dinkins skoraði 25 stig fyrir Njarðvík í fyrri hálfleik.
Brittany Dinkins skoraði 25 stig fyrir Njarðvík í fyrri hálfleik. mbl.is/Skúli B. Sigurðsson

Íslands-, deildar og bikarmeistarar Keflavíkur og Njarðvík áttust við í annarri umferð Íslandsmóts kvenna í körfubolta og lauk leiknum með stórsigri Keflavíkur 99:79. Leikið var í íþróttahúsinu í Keflavík. 

Liðin eru því bæði með 2 stig eftir tvær umferðir í deildinni en liðin hafa bæði unnið einn leik og tapað einum. 

Það var mikið skorað í fyrsta lekihluta og lítið um varnir. Brittany Dinkins var allt í öllu hjá Njarðvíkurkonum í fyrsta leikhluta og skoraði 8 fyrstu stig liðsins og samtals 25 af 45 stigum Njarðvíkur í fyrri hálfleik. 

Keflavíkurkonur voru betri í fyrri hálfleik þrátt fyrir að Njarðvíkurkonur hafi náð að minnka muninn niður í fjögur stig í öðrum leikhluta. Keflavíkurkonur settu þá allar trúbínur aftur í gang og juku muninn hægt og þétt. Staðan í hálfleik 53:45 fyrir Keflavík.

Stigahæstar í liði Keflavíkur voru þær Jasmine Dickey með 20 stig og Anna Ingunn Svansdóttir með 10 stig.

Í liði Njarðvíkur var Brittany Dinkins með 25 stig.

Njarðvíkurkonur mættu baráttuglaðar í þriðja leikhluta og minnkuðu muninn niður í tvö stig áður en leikhlutanum lauk. Þær fengu nokkur tækifæri til að jafna leikinn en það var eins og álög hvíldu á liðinu þegar það fékk færi á að jafna. Staðan eftir þriðja leikhluta var 67:65 og leikurinn galopinn fyrir síðasta leikhlutann. 

Keflavíkurkonur sýndu mátt sinn og megin í fjórða leikhluta og unnu stórsigur í honum þegar þær skoruðu 32 stig gegn aðeins 14 stigum Njarðvíkurkvenna. Lauk leiknum með 20 stiga sigri Keflavíkur 99:79 og má segja að Njarðvíkurkonur hafi sprungið í síðasta leikhlutanum. 

Jasmine Dickey var með 33 stig fyrir Keflavík, tók 9 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Thelma Dís Ágústsdóttir skoraði 21 stig, tók 4 fráköst og gaf 2 stoðsendingar.

Í liði Njarðvíkur var Brittany Dinkins með 36 stig, 8 fráköst og 2 stoðsendingar. Bo Guttormsdóttir-Frost skoraði 15 stig, gaf eina stoðsendingu og tók 6 fráköst. 

Það er því engin breyting frá því á síðasta tímabili þar sem Keflavík vann allar viðureignir liðanna.

Keflavík - Njarðvík 99:79

Blue-höllin, Bónus deild kvenna, 09. október 2024.

Gangur leiksins:: 11:6, 17:10, 27:19, 32:26, 35:28, 39:33, 46:39, 53:45, 60:52, 62:59, 66:63, 67:65, 75:67, 81:73, 90:77, 99:79.

Keflavík: Jasmine Dickey 33/9 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 21/4 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 17, Anna Lára Vignisdóttir 11/4 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 9, Agnes María Svansdóttir 8/5 fráköst.

Fráköst: 25 í vörn, 3 í sókn.

Njarðvík: Brittany Dinkins 36/8 fráköst, Bo Guttormsdóttir-Frost 15/6 fráköst, Ena Viso 10, Hulda María Agnarsdóttir 9/5 fráköst, Emilie Sofie Hesseldal 6/8 fráköst, Sara Björk Logadóttir 3.

Fráköst: 23 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Gunnlaugur Briem, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson.

Áhorfendur: 500

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Keflavík 99:79 Njarðvík opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert