Skórnir á hilluna vegna þrálátra meiðsla

Dagur Kár Jónsson og Kristófer Acox eigast við í leik …
Dagur Kár Jónsson og Kristófer Acox eigast við í leik Stjörnunnar og Vals. mbl.is/Arnþór Birkisson

Dagur Kár Jónsson, leikmaður Stjörnunnar í körfuknattleik, hefur tilkynnt að hann neyðist til að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla sem hafa haldið honum utan vallar um langt skeið.

Hann missti nánast af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla í hné og baki og fór í aðgerð á hné í febrúar.

Í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild Stjörnunnar segir að sú aðgerð hafi því miður ekki skilað tilætluðum árangri.

Auk þess að spila með Stjörnunni lék Dagur fyrir Grindavík og KR, lék eitt ár í atvinnumennsku í Austurríki, hálft ár í atvinnumennsku á Spáni og í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Hann lék þá fjölda landsleikja fyrir yngri landslið Íslands og sex A-landsleiki.

„Það er vissulega erfið ákvörðun að leggja skóna á hilluna en nú er skrokkurinn búinn að segja stopp. Ég er hins vegar stoltur af ferlinum og mjög þakklátur fyrir það að enda hann hérna heima í Stjörnunni.

Sem Garðbæingur og uppalinn Stjörnumaður hlakka ég til að styðja áfram liðið úr stúkunni,“ sagði Dagur, sem er 29 ára gamall, í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka