Grindavík sigraði á Ásvöllum

Daniel Mortensen skoraði 15 stig fyrir Grindavík í kvöld.
Daniel Mortensen skoraði 15 stig fyrir Grindavík í kvöld. mbl.is/Hákon

Grindavík vann öruggan sigur gegn Haukum, 92:80, í annarri umferð úrvalsdeildar karla í körfuknattleik á Ásvöllum í kvöld.  

Grindavík hefur unnið báða leikina sína hingað til og er með fjögur stig. Haukar eru enn án stiga.  

Grindavík byrjaði leikinn mun betur og var með 21 stiga forystu í hálfleik, 50:29.  

Haukar voru sterkari í síðari hálfleik og náðu að minnka muninn í aðeins 12 stig. Lokaniðurstöður 92:80-sigur Grindvíkinga. 

Jason Tyler Gigliotti var stigahæstur í liði Grindavíkur með 26 stig og tók einnig 12 fráköst.  

Hjá Haukum var Steeve HoYou Fat stigahæstur með 19 stig og þrjár stoðsendingar.  

Haukar - Grindavík 80:92

Ásvellir, Bónus deild karla, 12. október 2024.

Gangur leiksins:: 4:7, 8:15, 13:23, 16:24, 16:34, 18:44, 20:46, 29:48, 33:53, 41:65, 46:71, 53:74, 63:78, 63:84, 70:89, 80:92.

Haukar: Steeve Ho You Fat 19, Tyson Jolly 14, Everage Lee Richardson 14, Hilmir Arnarson 14, Hilmir Hallgrímsson 5/5 fráköst, Birkir Hrafn Eyþórsson 4/5 fráköst, Seppe D'Espallier 4/4 fráköst, Ágúst Goði Kjartansson 3, Hugi Hallgrimsson 2/7 fráköst, Kristófer Breki Björgvinsson 1.

Fráköst: 25 í vörn, 7 í sókn.

Grindavík: Jason Tyler Gigliotti 26/12 fráköst, Devon Tomas 23/8 fráköst/7 stoðsendingar, Daniel Mortensen 15/6 fráköst, Deandre Donte Kane 13/5 fráköst/7 stoðsendingar, Kristófer Breki Gylfason 6, Valur Orri Valsson 6, Oddur Rúnar Kristjánsson 3.

Fráköst: 25 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Bjarki Þór Davíðsson, Federick Alfred U Capellan.

Áhorfendur: 444

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert