Njarðvík vann sinn fyrsta leik á nýjum heimavelli

Mario Matasovic er í stóru hlutverki hjá Njarðvík.
Mario Matasovic er í stóru hlutverki hjá Njarðvík. Eggert Jóhannesson

Njarðvík og Álftanes áttust við í 2. umferð úrvalsdeildar karla í körfubolta í kvöld og lauk leiknum með sigri Njarðvíkur, 89:80. Var þetta vígsluleikur Njarðvíkinga á nýjum heimavelli sínum, IceMar höllinni í Innri Njarðvík.

Eftir leikinn er Njarðvík með 2 stig en Álftanes er enn án stiga í deildinni.

Það var mikil stemmning í Icemar höllinni þegar leikurinn fór af stað og setti Dwayne Lautier Ogunleye niður fyrstu körfuna í höllinni og var það þriggja stiga.

Það var jafnt á öllum tölum hjá liðunum í fyrsta leikhluta og náði annað liðið aldrei meira en fjögurra stiga forskoti. Liðin skiptust á að jafna og komast yfir og endaði fyrsti leikhluti þannig að gestirnir frá Álftanesi leiddu með einu stigi, 25:24.

Annar leikhluti var keimlíkur þeim fyrsta. Liðin skiptust á að jafna og komast yfir og var munurinn sjaldan meiri en 1-2 stig. Þristunum rigndi niður hjá báðum liðum og var magnað að sjá hvað þeir virtust koma jafnt til skiptis hjá báðum liðum. 

Njarðvíkingar náðu þó að komast yfir í öðrum leikhluta og héldu því að mestu með einu stigi eins og áður segir. Fór svo að Njarðvíkingar gengu til hálfleiks með eins stigs forskot, 45:44 í hörkuleik.

Stigahæstur í liði Njarðvíkur var Khalil Shabazz með 19 stig og 3 stoðsendingar. Mario Matasovic var með 3 fráköst.

Andrew Jones var með 13 stig fyrir Álftanes. Hörður Axel Vilhjálmsson var með 5 fráköst og 3 stoðsendingar.

Hvort Njarðvíkingar hafi mætt ferskari út í þriðja leikhlutann en Álftanes skal ekki sagt en þeir Dwayne og Khalil Shabazz áttu frábæran leikhluta sem endaði með því að Njarðvíkingar leiddu með 8 stigum fyrir fjórða leikhluta, 68:60.

Gestirnir frá Álftanesi mættu dýrvitlausir í fjórða leikhlutann og eftir 2 mínútur og 28 sekúndur voru þeir búnir að jafna leikinn í 70:70. Þá tóku Njarðvíkingar leikhlé enda bara búnir að skora tvö stig gegn 10 stigum Álftanes.

Álftanes gerði gott betur, unnu boltann og komust yfir í stöðunni 72:70 og algjör brotlending að eiga sér stað hjá liði Njarðvíkur í fjórða leikhluta. Álftanes vann boltann í næstu vörn og tók Kjartan Atli þjálfari liðsins leikhlé. 

Álftanes náði þriggja stiga forskoti með vítaskoti áður en Khalil Shabazz setti niður tvö víti, náði frákastinu í því þriðja og setti tvist og kom Njarðvík yfir í stöðunni 74:73.

Álftanes komst aftur yfir í stöðunni 75:74 en Dwayne setti niður tvö vítaskot fyrir Njarðvík og kom þeim aftur yfir. Eftir þetta fór í gang frábær kafli hjá Njarðvíkingum sem kom þeim 7 stigum yfir í stöðunni 82:75 þegar 3:09 voru eftir. Álftanes tók í kjölfarið leikhlé til að freista þess að vinna upp muninn og stela sigrinum.

David Okeke setti þá niður tvö stig fyrir Álftanes og fékk að auki víti sem hann klikkaði á. Staðan 82:77 fyrir Njarðvík og munurinn 5 stig. 

Njarðvíkingar skunduðu upp í sókn og voru næstum búnir að missa boltann þegar Veigar Páll náði til hans og fékk dæmda villu. Hann fór á vítapunktinn og setti niður fyrri körfuna en Njarðvík náði frákastinu þegar hann klikkaði á seinna skotinu. Það breytti því ekki að Álftanes náði boltanum.

Njarðvíkingar héldu fengnum hlut þrátt fyrir að gestirnir frá Álftanesi reyndu hvað þeir gætu og unnu Njarðvíkingar Álftanes að lokum 89:80 í sínum fyrsta heimaleik í nýju íþróttahöllinni í Innri Njarðvík, Icemar höllinni.

Stigahæstur í liði Njarðvíkur var Khalil Shabazz með 33 stig. Mario Matasovic var með 9 fráköst.

Hjá Álftanesi var Andrew Jones með 26 stig, David Okeke með 9 fráköst og Hörður Axel Vilhjálmsson með 5 stoðsendingar.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Valur 29:22 Haukar opna
60. mín. Thelma Melsted Björgvinsdóttir (Haukar) skoraði mark Sterk á línunni.
FH 25:18 Fjölnir opna
60. mín. Gunnar Kári Bragason (FH) skoraði mark Skorar á síðustu sekúndunni.

Leiklýsing

Njarðvík 89:80 Álftanes opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert