Meistararnir unnu stórleikinn

Ásta Júlía Grímsdóttir og Anna Ingunn Svansdóttir léku vel fyrir …
Ásta Júlía Grímsdóttir og Anna Ingunn Svansdóttir léku vel fyrir sín lið. mbl.is/Óttar Geirsson

Íslands- og bikarmeistarar Keflavíkur höfðu betur gegn Val, 79:73, á útivelli í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í kvöld.

Keflavík er með fjögur stig í 2.-3. sæti eftir þrjá leiki en Valur er aðeins með tvö stig, eins og fimm önnur lið.

Keflavík byrjaði mikið betur og var með 30:16 forskot eftir fyrsta leikhlutann. Valsliðið beit frá sér í öðrum leikhluta og voru hálfleikstölur 52:45.

Valur vann þriðja leikhlutann með þremur stigum og munaði fjórum stigum á liðunum fyrir fjórða og síðasta leikhlutann, 65:61. Keflavík reyndist sterkari í honum og tryggði sér sigur.

Jasmine Dickey skoraði 28 stig og tók 12 fráköst fyrir Keflavík. Anna Ingunn Svansdóttir bætti við 19 stigum.

Ásta Júlía Grímsdóttir skoraði 19 stig og tók 16 fráköst fyrir Val. Alyssa Cerino gerði 17 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert