Haukar brotlentu á Sauðárkróki

Sadio Doucoure fór mikinn í kvöld.
Sadio Doucoure fór mikinn í kvöld. Ljósmynd/Jóhann Helgi Sigmarsson

Tindastóll vann sinn annan leik í röð í 3. umferð úrvalsdeildar karla í körfuknattleik þegar liðið fékk botnlið Hauka í heimsókn á Sauðárkróki í kvöld.

Leiknum lauk með stórsigri Tindastóls, 106:78, en Sadio Doucoure átti stórleik fyrir Sauðkrækinga, skoraði 29 stig og tók tíu fráköst.

Tindastóll fer með sigrinum upp í þriðja sæti deildarinnar og er með 4 stig en eftir tap gegn KR í 1. umferðinni hafa Sauðkrækingar nú unnið tvo leiki í röð, gegn Haukum og ÍR.

Á sama tíma sitja Haukar sem fastast á botni deildarinnar án stiga en liðið hefur tapað fyrir Hetti, Grindavík og Tindastól.

Sauðkrækingar byrjuðu leikinn betur og skoraði 32 stig gegn 22 stigum Hauka í fyrsta leikhluta. Tindastóll jók forskot ennþá frekar í öðrum leikhluta og leiddi með 16 stigum í hálfleik, 60:46. Tindastóll skoraði 23 stig gegn 17 stigum Hauka í þriðja leikhluta og eftir það var leikurinn svo gott sem búinn.

Dedrick Basile skoraði 19 stig fyrir Tindastól og gaf sjö stoðsendingar en Everage Lee Richardson var stigahæstur hjá Haukum með 26 stig og fimm fráköst.

Tindastóll - Haukar 106:78

Sauðárkrókur, Bónus deild karla, 17. október 2024.

Gangur leiksins:: 7:5, 11:9, 22:15, 32:20, 39:27, 46:32, 58:41, 60:46, 62:51, 68:51, 77:56, 83:63, 90:65, 98:67, 103:71, 106:78.

Tindastóll: Sadio Doucoure 29/10 fráköst, Dedrick Deon Basile 19/7 stoðsendingar, Sigtryggur Arnar Björnsson 15/5 fráköst, Giannis Agravanis 10/5 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 9/6 stoðsendingar, Adomas Drungilas 8/4 fráköst, Ragnar Ágústsson 6/5 fráköst, Davis Geks 5/4 fráköst, Sigurður Stefán Jónsson 3, Axel Arnarsson 2.

Fráköst: 31 í vörn, 7 í sókn.

Haukar: Everage Lee Richardson 26/5 fráköst, Tyson Jolly 15/4 fráköst, Steeve Ho You Fat 13/6 fráköst, Ágúst Goði Kjartansson 9, Seppe D'Espallier 6/8 fráköst, Kristófer Breki Björgvinsson 2, Hugi Hallgrimsson 2, Birkir Hrafn Eyþórsson 2/5 fráköst, Hilmir Hallgrímsson 2, Hilmir Arnarson 1.

Fráköst: 25 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Bjarki Þór Davíðsson, Jakob Árni Ísleifsson, Sigurbaldur Frímannsson.

Áhorfendur: 300

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert