Lá við hópslagsmálum í Smáranum

DeAndre Kane og Courvoisier McCauley, leikmennirnir sem byrjuðu æsinginn.
DeAndre Kane og Courvoisier McCauley, leikmennirnir sem byrjuðu æsinginn. mbl.is/Arnþór

Ótrúlegt atvik átti sér stað í hálfleik í leik Grindavíkur og Hattar í 3. umferð úrvalsdeildar karla í körfuknattleik í Smáranum í kvöld.

DeAndre Kane, leikmanni Grindavíkur, og Courvoiser McCauley, leikmanni Hattar, lenti þá saman og við það varð allt vitlaust.

Hér er allt að sjóða uppúr þegar menn eru að hita upp í hálfleiknum!“ skrifaði íþróttablaðamaðurinn Aron Elvar Finnsson í textalýsingu sína af leiknum en hann er í beinni lýsingu á mbl.is.

„DeAndre Kane og Courvoisier McCauley virðast hafa byrjað þetta og úr því verða nánast hópslagsmál. Það eru allir leikmenn beggja liða komnir að miðjuhringnum og gæslan kemur á endahraða inn á völlinn til að reyna að róa menn niður.

Dómararnir koma svo algjörlega af fjöllum þegar þeir mæta aftur út í sal,“ skrifaði Aron Elvar en þeir fengu báðir tæknivillu vegna atviksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert