Lygileg endurkoma meistaranna á Álftanesi

Taiwo Badmus fór á kostum í kvöld.
Taiwo Badmus fór á kostum í kvöld. mbl.is/Eyþór Árnason

Taiwo Badmus kórónaði frábæran leik sinn með því að tryggja Íslandsmeisturum Vals framlengingu þegar liðið heimsótti Álftanes í 3. umferð úrvalsdeildar karla í körfuknattleik á Álftanesi í kvöld.

Leiknum lauk með dramatískum sigri Vals, 103:100, en Badmus skoraði 35 stig, tók átta fráköst og gaf tvær stoðsendingar í leiknum.

Þetta var fyrsti sigur Íslandsmeistaranna á tímabilinu eftir töp gegn Stjörnunn og Þór frá Þorlákshöfn í fyrstu umferðunum. Valsmenn fara með sigrinum upp úr fallsæti og í 9. sætið. Álftanes er hins vegar án stiga í 10. sætinu eftir töp gegn Val, Njarðvík og Keflavík.

Álftanes með unninn leik

Fyrri hálfleikurinn var í járnum og Álftanes leiddi með þremur stigum, 40:37, í hálfleik. Álftnesingar mættu mun sterkari til leiks í þriðja leikhluta og leiddu með 11 stigum að honum loknum, 67:56.

Álftnesingar voru yfir, allan fjórða leikhluta, og leiddu með sex stigum þegar 8 sekúndur voru til leiksloka. Kristinn Pálsson skoraði úr þremur vítaskotum í röð og Álfnesingar köstuðu svo boltanum frá sér þegar sjö sekúndur voru til leiksloka. Taiwo Badmus stal boltanum, setti niður þrist og jafnaði metin í 88:88. Valsmenn voru svo sterkari í framlengingunni og fögnuðu baráttusigri í leikslok.

Kristinn Pálsson fór einnig mikinn í liði Vals og skoraði 26 stig, tók sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar en David Okeke var stigahæstur hjá Álftanesi með 25 stig og ellefu fráköst.

Álftanes - Valur 100:103

Álftanes, Bónus deild karla, 17. október 2024.

Gangur leiksins:: 6:3, 15:7, 17:11, 19:20, 23:25, 32:32, 38:32, 40:37, 42:43, 54:46, 61:50, 67:56, 72:60, 76:67, 80:74, 88:88, 92:92, 100:103.

Álftanes: David Okeke 25/11 fráköst, Dimitrios Klonaras 21/15 fráköst, Andrew Jones 14/8 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 12/5 fráköst/6 stoðsendingar, Haukur Helgi Briem Pálsson 12/6 fráköst/5 stoðsendingar, Dúi Þór Jónsson 12, Tómas Þórður Hilmarsson 2, Viktor Máni Steffensen 2.

Fráköst: 38 í vörn, 9 í sókn.

Valur: Taiwo Hassan Badmus 35/8 fráköst, Kristinn Pálsson 26/7 fráköst/6 stoðsendingar, Frank Aron Booker 19/6 fráköst, Sherif Ali Kenny 15/5 fráköst, Kári Jónsson 8/4 fráköst/5 stoðsendingar.

Fráköst: 27 í vörn, 3 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Jóhannes Páll Friðriksson, Jón Þór Eyþórsson.

Áhorfendur: 443

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert