Njarðvík vann æsispennandi Suðurnesjaslag

Halldór Garðar Hermannsson og Veigar Páll Alexandersson í leiknum í …
Halldór Garðar Hermannsson og Veigar Páll Alexandersson í leiknum í kvöld. mbl.is/Skúli B. Sigurðsson

Keflavík og Njarðvík áttust við i þriðju umferð Íslandsmóts karla í körfubolta í Keflavík í kvöld og lauk leiknum með sigri Njarðvíkinga, 89:88, í hádramatískum nágrannaslag.

Eftir leikinn eru Keflvíkingar með tvö stig eftir þrjá leiki en Njarðvíkingar eru með fjögur stig eftir jafn marga leiki.

Mario Matasovic fyrirliði Njarðvíkur setti niður fyrstu körfu leiksins í kvöld áður en Wendell Green jafnaði fyrir Keflavík. Njarðvíkingar leiddu síðan mesta part fyrsta leikhluta og náðu mest 7 stiga forskoti í stöðunni 14:7 fyrir gestina. 

Keflvíkingar hófu síðan að saxa niður forskotið eins og þeim einum er lagið og tókst að jafna með þriggja stiga körfu frá Igor Maric í stöðunni 25:25. 

Keflvíkingar náðu síðan forskotinu og fóru með 5 stiga forskot inn í annan leikhluta.

Njarðvíkingar minnkuðu muninn og jöfnuðu í stöðunni 40:40 í öðrum leikhluta. Njarðvíkingar gerðu gott betur og náðu forskoti í stöðunni 42:40 og 3 mínúturu eftir af öðrum leikhluta. 

Fleiri stig í leikhlutanum skoruðu Njarðvíkingar eftir og var leiksviðið Keflvíkinga sem skoruðu 12 síðustu stig annars leikhluta og fóru inn í hálfleikinn með 10 stiga forskot 52:42.

Stigahæstur í liði Keflavíkur í fyrri hálfleik var Jaka Brodnik með 11 stg. Hann var einnig með 5 fráköst og 3 stoðsendingar.

Í liði Njarðvíkur var Dominykas Milka sömuleiðis með 11 stig. Hann var einnig með 9 fráköst. Dwayne Lautier - Ogunleye var með 3 stoðsendingar. 

Keflvíkingar héldu uppteknum hætti frá því í öðrum leikhluta og þegar stigahrynu Keflavíkur lauk voru stigin orðin 17 í röð hjá Keflavík og staðan 57:42 fyrir Keflavík. Þá kom fyrsta stig Njarðvíkur í seinni hálfeik og það kom frá Mario Matasovic úr vítaskoti. 

Keflavík náði mest 16 stiga forskoti í þriðja leikhluta en þann mun minnkuðu Njarðvíkingar niður í 4 stig. Þá kom annar slæmur kafli hjá Njarðvíkingum sem kostaði þá mikla vinnu því þegar þriðji leikhluti var búinn var staðan 76:65, 11 stiga munur fyrir 4. leikhlutan.

Fjórði leikhluti var hádramatískur eins og von var á í ljósi þess að þessi tvö lið voru að eigast við. Njarðvíkingar settu í algjöran fluggír og jöfnuðu leikinn í stöðunni 78:78 og rúmlega 5 mínútur eftir af leiknum.

Njarðvíkingar náðu síðan forystunni í stöðunni 81:78 en Keflvíkingar komust yfir í stöðunni 82:81 áður en Njarðvíkingar settu þrist og náðu tveggja stiga forskoti.

Keflvíkingar jöfnuðu í stöðunni 84:84 og rétt rúm mínúta eftir af leiknum. Njarðvíkingar fengu tvö vítaskot í næstu sókn og settu bara annað vítið niður. Staðan 85:84 fyrir Njarðvík.

Keflvíkingar brunuðu í sókn og settu tvist. Staðan 86:85 fyrir Keflavík. Dwayne Lautier - Ogunleye setti þá flotta körfu fyrir Njarðvíkinga og staðan 87:86 fyrir Njarðvík og 17 sekúndur eftir af leiknum. 

Keflvíkingar tóku þá leikhlé og freistuðu þess að skora sigurkörfuna. Það tókst ekki og brutu Keflvíkingar til að senda Njarðvík á vítapunktinn þegar 7,1 sekúnda var eftir af leiknum. Staðan 87:86 fyrir Njarðvík.

Isaiah Coddon setti niður bæði vítaskotin fyrir Njarðvík og staðan 89:86 fyrir Njarðvík. Keflvíkingar fengur 7,1 sekúndu til að jafna leikinn og tóku þeir leikhlé til að skipuleggja þriggja stiga flautuskot til að knýja fram framlengingu.

Keflvíkingar hittu ekki úr þriggja stiga skotinu sínu og náðu einungis 2 stigum.

Lokatölur því 89:88-sigur Njarðvíkur gegn Keflavík.

Stigahæstur í liði Keflavíkur var Wendell Green með 21 stig. Jaka Brodnik var með 9 fráköst og 4 stoðsendingar.

Dominykas Milka var með 25 stig fyrir Njarðvík og 19 fráköst. Dwayne Lautier-Ogunleye var með 8 stoðsendingar fyrir Njarðvík.

Keflavík - Njarðvík 88:89

Blue-höllin, Bónus deild karla, 18. október 2024.

Gangur leiksins:: 5:8, 11:16, 16:21, 30:25, 32:30, 38:37, 40:42, 52:42, 59:43, 61:52, 64:57, 76:65, 76:74, 78:78, 80:81, 88:89.

Keflavík: Wendell Green 21, Jaka Brodnik 16/9 fráköst, Hilmar Pétursson 14/4 fráköst, Igor Maric 12/5 fráköst, Marek Dolezaj 9, Jarell Reischel 9/8 fráköst, Sigurður Pétursson 4/6 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 3.

Fráköst: 26 í vörn, 11 í sókn.

Njarðvík: Dominykas Milka 25/19 fráköst, Dwayne Lautier-Ogunleye 18/9 fráköst/8 stoðsendingar, Khalil Shabazz 15/5 stoðsendingar, Mario Matasovic 12/9 fráköst, Veigar Páll Alexandersson 10/7 fráköst, Isaiah Coddon 7, Brynjar Kári Gunnarsson 2.

Fráköst: 37 í vörn, 14 í sókn.

Dómarar: Bjarki Þór Davíðsson, Jóhannes Páll Friðriksson, Jón Þór Eyþórsson.

Áhorfendur: 800

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Keflavík 88:89 Njarðvík opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka