Mikið áfall fyrirliða Hauka

Lovísa Björt Henningsdóttir.
Lovísa Björt Henningsdóttir. mbl.is/Óttar Geirsson

Lovísa Björt Henningsdóttir, fyrirliði Hauka í körfubolta, varð fyrir því mikla óláni að slíta krossband. 

Félagið greinir frá á samfélagsmiðlum en meiðslin áttu sér stað í sigri Hauka á Stjörnunni fyrr í vikunni. 

Lovísa verður því frá keppni í næstu mánuði en í tilkynningu frá Haukum segir að hún muni halda áfram að vera hluti af liðinu á meðan á meiðslunum stendur. 

Haukar hafa unnið fyrstu þrjá leiki sína í úrvalsdeildinni og eru á toppnum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka