Úrvalsdeildarliðin áfram í bikarnum

Mario Matasovic skoraði 24 stig fyrir Njarðvík í dag.
Mario Matasovic skoraði 24 stig fyrir Njarðvík í dag. Eggert Jóhannesson

Úrvalsdeildarliðin Njarðvík, Valur og Grindavík eru öll komin áfram í bikarkeppni karla í körfubolta í dag.

Njarðvík mætti Ármanni, sem leikur í 1. deildinni, í Laugardalshöllinni. Njarðvíkingar voru með undirtökin allan leikinn og unnu stórsigur að lokum, 116:84.

Khalil Shabazz var stigahæstur í leiknum með 27 stig fyrir Grindavík. Mario Matasovic skoraði 24 stig fyrir Grindavík og tók 10 fráköst.

Í liði Ármanns var Arnaldur Grímsson stigahæstur með 19 stig og tók hann einnig sjö fráköst.

Ármann - Njarðvík 84:116

Laugardalshöll, VÍS bikar karla, 20. október 2024.

Gangur leiksins:: 9:6, 13:15, 16:25, 21:30, 33:40, 38:46, 43:52, 46:62, 53:65, 62:76, 65:84, 71:94, 71:105, 77:108, 82:112, 84:116.

Ármann: Arnaldur Grímsson 19/7 fráköst, Frosti Valgarðsson 14, Zach Naylor 13/5 stoðsendingar, Cedrick Taylor Bowen 12, Frank Gerritsen 7, Alfonso Birgir Söruson Gomez 6, Adama Kasper Darboe 5/4 fráköst, Kári Kaldal 5/4 fráköst, Magnús Sigurðsson 3.

Fráköst: 20 í vörn, 4 í sókn.

Njarðvík: Khalil Shabazz 27, Mario Matasovic 24/10 fráköst, Veigar Páll Alexandersson 14, Dominykas Milka 13/5 fráköst, Isaiah Coddon 12/4 fráköst, Brynjar Kári Gunnarsson 8, Guðmundur Aron Jóhannesson 7/5 fráköst, Patrik Joe Birmingham 4, Snjólfur Marel Stefánsson 3/8 fráköst, Sigurbergur Ísaksson 2, Alexander Smári Hauksson 1/5 fráköst, Mikael Máni Möller 1.

Fráköst: 35 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Bjarni Rúnar Lárusson.

Grindavík fór létt með b-lið KR

Grindavík mætti KR b, sem spilar í 2. deild, á Meistaravöllum og vann þægilegan sigur, 93:69.

Björgvin Hafþór Ríkharðsson var stigahæstur fyrir Grindavík með 15 stig. Jason Tyler Gigliotti og Nökkvi Már Nökkvason voru með 14 stig hvor fyrir Grindavík.

Stigahæstur í leiknum og í liði KR var Pálmi Freyr Sigurgeirsson með 17 stig.

KR b - Grindavík 69:93

Meistaravellir, VÍS bikar karla, 20. október 2024.

Gangur leiksins:: 2:9, 2:15, 7:22, 11:32, 17:37, 25:42, 28:44, 38:52, 46:58, 46:65, 49:71, 53:75, 55:78, 55:83, 64:88, 69:93.

KR b: Pálmi Freyr Sigurgeirsson 17/4 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 12/8 fráköst/5 stoðsendingar, Þorsteinn Finnbogason 11, Finnur Atli Magnússon 9/8 fráköst, Helgi Már Magnússon 8/4 fráköst/6 stoðsendingar, Hjalti Kristinsson 6, Ellert Arnarson 6.

Fráköst: 23 í vörn, 6 í sókn.

Grindavík: Björgvin Hafþór Ríkharðsson 15/12 fráköst, Jason Tyler Gigliotti 14/4 fráköst, Nökkvi Már Nökkvason 14, Deandre Donte Kane 12/5 stoðsendingar, Daniel Mortensen 10/4 fráköst/5 stoðsendingar, Devon Tomas 9, Oddur Rúnar Kristjánsson 8, Valur Orri Valsson 4, Kristófer Breki Gylfason 3, Jón Eyjólfur Stefánsson 2/4 fráköst, Alexander Veigar Þorvaldsson 2/6 fráköst.

Fráköst: 33 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Jón Þór Eyþórsson, Anton Elí Einarsson.

Áhorfendur: 88

Öruggir Valsmenn

Valur vann öruggan sigur gegn ÍR, 106:72, í Úrvalsdeildarslag í Skógarselinu í kvöld.

Taiwo Badmus var stigahæstur í leiknum með 23 stig fyrir Val og tók einnig 7 fráköst. Kári Jónsson og Brynjar Snær Grétarsson voru með 19 stig hvor.

Í liði ÍR var Jacob Falko stigahæstur með 20 stig. Hann gaf einnig sex stoðsendingar og tók átta fráköst.

ÍR - Valur 72:106

Skógarsel, VÍS bikar karla, 20. október 2024.

Gangur leiksins:: 4:2, 12:10, 14:18, 22:25, 28:37, 30:43, 33:55, 37:62, 39:72, 43:77, 54:81, 60:84, 64:84, 66:92, 69:96, 72:106.

ÍR: Jacob Falko 20/8 fráköst/6 stoðsendingar, Zarko Jukic 16/14 fráköst, Oscar Jorgensen 14, Hákon Örn Hjálmarsson 7, Aron Orri Hilmarsson 6, Tómas Orri Hjálmarsson 5, Jónas Steinarsson 2/5 fráköst, Matej Kavas 2.

Fráköst: 21 í vörn, 13 í sókn.

Valur: Taiwo Hassan Badmus 23/7 fráköst, Kári Jónsson 19/5 fráköst, Brynjar Snær Grétarsson 19/4 fráköst, Sherif Ali Kenny 18/8 fráköst, Hjálmar Stefánsson 12/9 fráköst, Karl Kristján Sigurðarson 4, Finnur Tómasson 3, Oliver Thor Collington 3, Frank Aron Booker 3, Ástþór Atli Svalason 2.

Fráköst: 27 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Birgir Örn Hjörvarsson, Einar Valur Gunnarsson.

Áhorfendur: 397

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert