Stjarnan á beinu brautina í Breiðholtinu

Dzana Crnac var stigahæst hjá Aþenu í kvöld.
Dzana Crnac var stigahæst hjá Aþenu í kvöld. mbl.is/Eyþór Árnason

Fyrirliðinn Kolbrún María Ármannsdóttir fór mikinn fyrir Stjörnuna þegar liðið heimsótti Aþenu í 4. umferð úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik í Austurberg í Breiðholti í kvöld.

Leiknum lauk með naumum sigri Stjörnunnar, 87:81, en Kolbrún María skoraði 24 stig, tók sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar í leiknum.

Stjarnan fer með sigrinum upp í 6. sæti deildarinnar í 4 stig en liðið hafði aðeins unnið einn leik á tímabilinu fyrir leik kvöldsins, gegn Íslandsmeisturum Keflavíkur í 1. umferðinni. Aþena er með 2 stig í 9. sætinu en eftir sigur gegn Tindastól í 1. umferðinni hefur liðið nú tapað þremur leikjum í röð.

Stjarnan var með frumkvæðið allan leikinn og leiddi með fjórum stigum eftir fyrsta leikhluta, 20:16. Aþena skoraði 21 stig gegn 20 stigum Stjörnunnar í öðrum leikhluta og var staðan 40:37, Stjörnunni í vil, í hálfleik.

Stjarnan var sterkari aðilinn í þriðja leikhluta og leiddi með sjö stigum að honum loknum, 61:54. Aþenu tókst að minka forskot Stjörnunnar í fjögur stig þegar hálf mínúta var til leiksloka en lengra komst hún ekki og Stjarnan fagnaði sigri.

Denia Davis-Stewart skoraði 23 stig fyrir Stjörnuna og tók sautján fráköst en Dzana Crnac var stigahæst hjá Aþenu með 22 stig, fjögur fráköst og fjórar stoðsendingar.

Aþena - Stjarnan 81:87

Austurberg, Bónus deild kvenna, 22. október 2024.

Gangur leiksins:: 4:3, 4:12, 8:16, 16:20, 18:22, 27:32, 32:34, 37:40, 41:44, 45:50, 52:54, 54:61, 60:69, 68:75, 72:82, 81:87.

Aþena: Dzana Crnac 22/4 fráköst/5 stolnir, Ása Lind Wolfram 21/8 fráköst, Ajulu Obur Thatha 14, Barbara Ola Zienieweska 8/8 fráköst, Jade Edwards 7/7 fráköst, Elektra Mjöll Kubrzeniecka 5, Hanna Þráinsdóttir 4/5 fráköst/5 stoðsendingar.

Fráköst: 25 í vörn, 11 í sókn.

Stjarnan: Kolbrún María Ármannsdóttir 24/6 fráköst/5 stoðsendingar, Denia Davis- Stewart 23/17 fráköst, Diljá Ögn Lárusdóttir 19, Fanney María Freysdóttir 17/6 stoðsendingar, Ísey Ísis Guttormsdóttir Frost 4.

Fráköst: 22 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Sigurbaldur Frímannsson, Einar Valur Gunnarsson.

Áhorfendur: 62

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert