Valur fyrsta liðið sem vinnur á Sauðárkróki

Alyssa Cerino var stigahæst hjá Valskonum í kvöld.
Alyssa Cerino var stigahæst hjá Valskonum í kvöld. mbl.is/Eyþór Árnason

Alyssa Marie Cerino átti stórleik fyrir Val þegar liðið heimsótti nýliða Tindastóls á Sauðárkrók í 4. umferð úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik á Sauðárkróki í kvöld.

Leiknum lauk með öruggum sigri Vals, 86:65, en Cerino skoraði 29 stig, tók ellefu fráköst og gaf fjórar stoðsendingar í leiknum.

Þetta var annar sigur Vals á tímabilinu og sá fyrsti síðan í 1. umferðinni en liðið er með fjögur stig í þriðja sætinu. Tindastóll, sem hafði ekki tapað á heimavelli í fyrstu þremur umferðunum og unnið tvo leiki í röð fyrir leik kvöldsins, er einnig með fjögur stig í fjórða sætinu.

Tindastóll byrjaði leikinn betur og leiddi með tveimur stigum eftir fyrsta leikhluta, 17:15. Valskonur voru sterkari í öðrum leikhluta og var staðan 37:33, Val í vil, í hálfleik.

Valskonur juku forskot sitt um þrjú stig í þriðja leikhluta og leiddu með sjö stigum að honum loknum, 59:52. Í fjórða leikhluta varð algjört hrun hjá Tindastól, sem skoraði einungis 13 stig gegn 27 stigum Vals, og Valskonur fögnuðu sigri.

Jiselle Thomas skoraði 19 stig fyrir Val og tók sex fráköst en Randi Brown var stigahæst hjá Tindastóli með 22 stig, fjögur fráköst og fjórar stoðsendingar.

Tindastóll - Valur 65:86

Sauðárkrókur, Bónus deild kvenna, 22. október 2024.

Gangur leiksins: 4:5, 6:9, 12:10, 17:15, 17:19, 22:28, 28:33, 33:37, 36:41, 44:42, 49:55, 52:59, 55:67, 57:71, 63:80, 65:86.

Tindastóll: Randi Keonsha Brown 22/4 fráköst, Oumoul Khairy Sarr Coulibaly 20/15 fráköst, Edyta Ewa Falenzcyk 12/6 fráköst, Paula Cánovas Rojas 5/4 fráköst/6 stoðsendingar, Inga Sólveig Sigurðardóttir 2, Klara Sólveig Björgvinsdóttir 2, Brynja Líf Júlíusdóttir 2/7 fráköst.

Fráköst: 25 í vörn, 14 í sókn.

Valur: Alyssa Marie Cerino 29/11 fráköst, Jiselle Elizabeth Valentine Thomas 19/6 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 14/5 fráköst, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 11/9 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 7, Alexandra Eva Sverrisdóttir 3, Elísabet Thelma Róbertsdóttir 3.

Fráköst: 23 í vörn, 13 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Ingi Björn Jónsson, Arvydas Kripas.

Áhorfendur: 150.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert