Njarðvíkingar sterkari á Egilsstöðum

Khalil Shabazz skoraði 34 stig fyrir Njarðvík í kvöld.
Khalil Shabazz skoraði 34 stig fyrir Njarðvík í kvöld. Ljósmynd/Njarðvík

Njarðvík gerði afar góða ferð til Egilsstaða og lagði þar Hött að velli, 91:76, í fjórðu umferð úrvalsdeildar karla í körfuknattleik í kvöld.

Njarðvík hefur nú unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum en Höttur hefur unnið tvo.

Njarðvík byrjaði leikinn af geysilegum krafti og var 14 stigum yfir, 26:12, að loknum fyrsta leikhluta.

Höttur lagaði stöðuna aðeins í öðrum leikhluta en Njarðvík var yfir, 47:38, í hálfleik.

Í síðari hálfleik bætti Njarðvík aftur í og vann að lokum öruggan 15 stiga sigur.

Khalil Shabazz fór á kostum hjá Njarðvík er hann skoraði 34 stig og tók sex fráköst. Veigar Páll Alexandersson kom næstur með 17 stig.

Stigahæstur hjá Hetti var Obadiah Trotter með 21 stig. David Guardia bætti við 15 stigum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka