Skagfirðingar fyrstir að vinna Grindavík

Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði níu stig.
Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði níu stig. Ljósmynd/Jóhann Helgi

Tindastóll vann sinn þriðja sigur í röð í úrvalsdeild karla í körfubolta er liðið lagði Grindavík, 93:90, á útivelli í Smáranum í Kópavogi. Tapið var það fyrsta hjá Grindavík í deildinni.

Bæði lið eru með sex stig, eins og Þór frá Þorlákshöfn og Njarðvík. Stjarnan er ein á toppnum með fullt hús stiga.

Skagfirðingar byrjuðu með látum og unnu fyrsta leikhlutann 32:12. Var staðan í hálfleik 59:45 eftir að Grindvíkingar minnkuðu muninn.

Bæði lið skoruðu 18 stig í þriðja leikhluta og var staðan fyrir fjórða og síðasta leikhlutann því 77:63.

Grindavík sótti verulega á gestina í leikhlutanum og munaði fjórum stigum þegar mínúta var eftir. Daniel Mortensen minnkaði muninn í tvö stig, 92:90, þegar níu sekúndur voru eftir.

Dedrick Basile skoraði síðasta stig leiksins á vítalínunni og tryggði Tindastóli þriggja stiga sigur.

Basile var stigahæstur hjá Tindastóli með 27 stig. Hann tók einnig sjö fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Sadio Doucoure gerði 24 stig.

Hjá Grindavík var Devon Tomas stigahæstur með 26 stig og DeAndre Kane bætti við 23 stigum.

Grindavík - Tindastóll 90:93

Smárinn, Bónus deild karla, 25. október 2024.

Gangur leiksins:: 2:4, 9:14, 9:21, 12:32, 22:39, 31:43, 39:54, 45:59, 49:62, 55:64, 63:70, 63:77, 68:82, 77:84, 82:88, 90:93.

Grindavík: Devon Tomas 26/4 fráköst/6 stoðsendingar, Deandre Donte Kane 23/4 fráköst, Daniel Mortensen 16/7 fráköst/7 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 15/10 fráköst, Jason Tyler Gigliotti 7, Valur Orri Valsson 3.

Fráköst: 21 í vörn, 9 í sókn.

Tindastóll: Dedrick Deon Basile 27/7 fráköst/7 stoðsendingar, Sadio Doucoure 24/8 fráköst, Davis Geks 15, Giannis Agravanis 12, Sigtryggur Arnar Björnsson 9/4 fráköst, Adomas Drungilas 6/8 fráköst.

Fráköst: 25 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Bjarki Þór Davíðsson, Gunnlaugur Briem.

Áhorfendur: 987

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert