Sló met í fyrsta leiknum

Klay Thompson fer fram hjá Chris Paul í leiknum í …
Klay Thompson fer fram hjá Chris Paul í leiknum í nótt. AFP/Sam Hodde

Klay Thompson fór vel af stað með nýju liði, Dallas Mavericks, í sigri í grannaslag gegn San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt, 120:109.

Thompson kom til Dallas í sumar eftir að hafa leikið með Golden State Warriors í þrettán ár og hann setti félagsmet með því að skora sex þriggja stiga körfur í fyrsta leik en það hefur enginn nýr leikmaður Dallas áður gert í fyrsta leik með félaginu.

Thompson skoraði alls 22 stig í leiknum og spilaði í fyrsta sinn með stórstjörnum Dallas, Luke Doncic og Kyrie Irving.

„Þetta er frábær byrjun, vissulega bara einn leikur i október, en það er gott að vera búinn með þann fyrsta," sagði Thompson.

Meistarar Boston Celtics hófu titilvörnina á góðum útisigri gegn Washington Wizards, 122:102, þar sem Jaylen Brown skoraði 27 stig og Jayson Tatum 25.

Úrslitin í nótt:

Washington - Boston 102:122
Dallas - San Antonio 120:109
Sacramento - Minnesota 115:117
Denver - Oklahoma City 87:102

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert