LeBron James var allt í öllu í 131:127-sigri LA Lakers gegn Sacramento Kings í bandarísku NBA-körfuboltadeildinni í nótt.
LeBron skoraði 32 stig, tók 14 fráköst og gaf 10 stoðsendingar í sigrinum en 16 af þeim stigum sem hann skoraði komu í fjórða leikhluta.
A vintage LeBron game in the @Lakers 3rd straight win:
— NBA (@NBA) October 27, 2024
👑 32 PTS (16 in 4th)
👑 14 REB
👑 10 AST
👑 4 3PM
👑 12-22 FGM pic.twitter.com/kDAuPZ274b
Stórleikur hjá Luka Doncic dugði ekki til fyrir Dallas Mavericks sem tapaði 114:102 fyrir Phoenix Suns. Doncic skoraði 40 stig og tók 10 fráköst en hjá Phoenix Suns var Ólympíumeistarinn Kevin Durant atkvæðamestur með 31 stig og níu fráköst. Durant hefur nú skorað meira en 29.000 stig í deildinni.
KD pours in 31 points on his way to becoming just the 8th player in NBA history to score 29,000 career points! 🙌 pic.twitter.com/d1APz60Qib
— NBA (@NBA) October 27, 2024
Victor Wembanyama var atkvæðamestur í 109:106-sigri San Antonio Spurs gegn Houston Rockets en hann skoraði 29 stig, Jalen Green skoraði jafn mörg fyrir Houston en það dugði ekki til.
Victor Wembanyama's efficient night leads the @spurs to the win in their home opener!
— NBA (@NBA) October 27, 2024
👽 29 PTS
👽 10-17 FGM
👽 7 REB
👽 3 BLK pic.twitter.com/Oh4UawYHhT
Nikola Jokic skoraði 41 stig og tók níu fráköst fyrir Denver Nuggets í 109:104 tapi liðsins gegn James Harden og félögum í LA Clippers.
A CAREER-HIGH 7 TRIPLES 🔥
— NBA (@NBA) October 26, 2024
JOKER UP TO 40 POINTS 🃏
UNDER A MINUTE ON NBA TV & NBA LEAGUE PASS ⤵️https://t.co/Wi7YVQkq6h pic.twitter.com/uiSk1QEOb6
Harden var atkvæðamestur fyrir LA en hann skoraði 23 stig, tók sex fráköst og gaf 16 stoðsendingar.