Styrmir sterkur í framlengdum leik

Styrmir Snær Þrastarson lék mjög vel í dag.
Styrmir Snær Þrastarson lék mjög vel í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Styrmir Snær Þrastarson, landsliðsmaður í körfuknattleik, var í lykilhlutverki hjá belgíska liðinu Belfius Mons í dag þegar það vann útisgur á QSTA United, 113:11, í framlengdum leik í BNXT-deildinni, sameiginlegri deild Hollands og Belgíu.

Styrmir spilaði í tæplega 44 mínútur af 45, langmest leikmanna Mons, og var með flest framlagsstig í liðinu, eða 22. Hann skoraði 14 stig og tók 11  fráköst auk þess að eiga þrjár stoðsendingar.

Mons hefur nú unnið fimm af fyrstu átta leikjum sínum í deildinni en í henni spila nítján lið frá Belgíu og Hollandi. Liðið er í sjöunda sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert