„Hver í andskotanum er þetta?“

Líkir?
Líkir? Ljósmynd/Samsett

Bandaríska körfuknattleiksfélagið Miami Heat opinberaði í gær styttu af Dwyane Wade, stigahæsta og sigursælasta leikmanns í sögu félagsins, fyrir utan leikvang sinn í Miami í Flórídaríki.

Er þetta fyrsta styttan sem félagið reisir af leikmanni og sagði Wade við tilefnið að hann væri himinlifandi með að fá að upplifa þessa stund.

Aðrir eru ekki jafn hrifnir enda þykir styttan ekki svipa mikið til Wades og minntust styttu sem var gerð af portúgalska knattspyrnumanninum Cristiano Ronaldo fyrir rúmum sjö árum síðan.

„Hver í andskotanum er þetta?“ veltu nokkrir fyrir sér á samfélagsmiðlinum X:

Annar líkti styttunni við leikarann ástsæla, Laurence Fishburne:


Fræg ljósmynd af LeBron James og Wade varð fyrir barðinu á myndvinnsluforriti:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert