Nýliðarnir upp að hlið toppliðanna

Hana Ivanusa sækir að körfu Stjörnunnar í kvöld.
Hana Ivanusa sækir að körfu Stjörnunnar í kvöld. mbl.is/Hákon

Nýliðar Hamars/Þórs unnu sterkan útisigur á Stjörnunni, 84:82, í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í kvöld.

Með sigrinum fór liðið upp í þriðja sæti, en eftir fimm leiki eru sigrarnir þrír og töpin tvö. Hamar/Þór er því með sex stig, eins og toppliði Keflavíkur og Hauka.

Stjarnan er með fjögur stig, eins og Tindastóll, Valur, Njarðvík og Grindavík í gríðarlega jafnri deild.

Abby Beeman var stigahæst hjá Hamri/Þór með 28 stig og hún tók einnig 12 fráköst. Hana Ivanusa bætti við 20 stigum.

Kolbrún María Ármannsdóttir skoraði 26 stig fyrir Stjörnuna, eins og Denia Davis- Stewart, sem tók 21 frákast að auki.

Umhyggjuhöllin, Bónus deild kvenna, 29. október 2024.

Gangur leiksins:: 6:3, 16:10, 18:16, 20:23, 26:29, 32:36, 35:40, 39:47, 43:56, 48:60, 56:61, 61:69, 61:73, 67:76, 74:80, 82:84.

Stjarnan: Kolbrún María Ármannsdóttir 26/6 stoðsendingar, Denia Davis- Stewart 26/21 fráköst, Diljá Ögn Lárusdóttir 16, Elísabet Ólafsdóttir 6/4 fráköst, Fanney María Freysdóttir 3, Sigrún Sól Brjánsdóttir 3, Ísey Ísis Guttormsdóttir Frost 2.

Fráköst: 17 í vörn, 17 í sókn.

Hamar/Þór: Abby Claire Beeman 28/12 fráköst/5 stoðsendingar/6 stolnir, Hana Ivanusa 20/9 fráköst, Teresa Sonia Da Silva 16, Anna Soffía Lárusdóttir 14/6 fráköst, Gígja Rut Gautadóttir 2/5 fráköst/6 stoðsendingar, Matilda Sóldís Svan Hjördísardóttir 2, Bergdís Anna Magnúsdóttir 2.

Fráköst: 24 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson, Dominik Zielinski.

Áhorfendur: 100

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert