Grindavík hafði betur gegn Keflavík, 68:67, í æsispennandi grannaslag í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í kvöld. Leikið var í Smáranum.
Grindavík er nú með sex stig, eins og Keflavík, Njarðvík, Haukar og Hamar/Þór í toppsætunum.
Staðan eftir kaflaskiptan fyrri hálfleik var 56:53, Grindavík í vil. Grindavík vann fyrsta leikhlutann 25:12 og Keflavík annan leikhluta 23:15.
Seinni hálfleikur var svo jafn og æsispennandi, en Alexis Morris tryggði Grindavík sigurinn með körfu fjórum sekúndum fyrir leikslok.
Hún var stigahæst hjá Njarðvík með 33 stig. Katarzyna Anna Trzeciak og Hulda Björk Ólafsdóttir gerðu átta hvor. Jasmine Dickey skoraði 27 stig fyrir Keflavík og Anna Lára Vignisdóttir 15.
Smárinn, Bónus deild kvenna, 29. október 2024.
Gangur leiksins: 11:1, 15:11, 20:12, 25:12, 25:22, 28:29, 34:33, 40:35, 44:39, 48:43, 50:45, 56:53, 60:59, 62:61, 66:65, 68:67.
Grindavík: Alexis Morris 33/8 fráköst/5 stoðsendingar, Hulda Björk Ólafsdóttir 8, Katarzyna Anna Trzeciak 8, Ólöf Rún Óladóttir 6, Sofie Tryggedsson Preetzmann 5/10 fráköst, Isabella Ósk Sigurðardóttir 4/9 fráköst, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 2, Sóllilja Bjarnadóttir 2.
Fráköst: 32 í vörn, 6 í sókn.
Keflavík: Jasmine Dickey 27/11 fráköst, Anna Lára Vignisdóttir 15/5 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 8, Anna Ingunn Svansdóttir 7, Thelma Dís Ágústsdóttir 6/5 fráköst/6 stoðsendingar, Hanna Gróa Halldórsdóttir 2/6 fráköst, Katrina Eliza Trankale 2/4 fráköst.
Fráköst: 27 í vörn, 8 í sókn.
Dómarar: Bjarki Þór Davíðsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Einar Valur Gunnarsson.
Áhorfendur: 83.