Þriðji sigur Njarðvíkur kom gegn nýliðunum

Brittany Dinkins sækir að körfu Aþenu í kvöld.
Brittany Dinkins sækir að körfu Aþenu í kvöld. mbl.is/Skúli

Njarðvík vann sinn þriða sigur á tímabilinu í úrvalsdeild kvenna í körfubolta er liðið lagði nýliða Aþenu, 70:63, 5. umferðinni í Njarðvík í kvöld.

Njarðvík er með sex stig, eins og Keflavík, Haukar og Hamar/Þór á toppnum. Aþena er á botninum með tvö stig.

Njarðvík vann fyrsta leikhlutann 16:11 og hélt forskotinu meira og minna út allan leikinn, en staðan í hálfleik var 31:25 og staðan fyrir þriðja og síðasta leikhlutann 52:46.  

Brittany Dinkins skoraði 27 stig fyrir Njarðvík og Ena Viso gerði ellefu. Barbara Ola Zienieweska gerði 17 fyrir Aþenu og Ajulu Obur Thatha 17 sömuleiðis.

IceMar-höllin, Bónus deild kvenna, 29. október 2024.

Gangur leiksins:: 4:4, 4:6, 13:6, 16:11, 18:13, 20:18, 27:21, 31:25, 36:35, 41:39, 45:44, 52:46, 62:52, 67:55, 67:57, 70:63.

Njarðvík: Brittany Dinkins 27/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ena Viso 11, Bo Guttormsdóttir-Frost 9/5 fráköst, Emilie Sofie Hesseldal 8/14 fráköst, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 7, Sara Björk Logadóttir 6, Erna Ósk Snorradóttir 2.

Fráköst: 20 í vörn, 8 í sókn.

Aþena: Barbara Ola Zienieweska 17/7 fráköst, Ajulu Obur Thatha 17/8 fráköst, Dzana Crnac 10, Jade Edwards 7/4 fráköst/5 stoðsendingar, Tanja Ósk Brynjarsdóttir 5, Hanna Þráinsdóttir 3, Elektra Mjöll Kubrzeniecka 2, Ása Lind Wolfram 2/4 fráköst.

Fráköst: 21 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Sigurbaldur Frímannsson, Guðmundur Ragnar Björnsson.

Áhorfendur: 300

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert