Haukar einir á toppnum eftir stórsigur

Lore Devos sækir að körfu Vals í kvöld.
Lore Devos sækir að körfu Vals í kvöld. mbl.is/Hákon

Haukar eru einir á toppi úrvalsdeildar kvenna í körfubolta eftir stórsigur á Val á útivelli, 84:69.

Haukar eru nú með átta stig, tveimur stigum meira en Njarðvík, Grindavík og Hamar/Þór. Valur er í 6.-9. sæti með fjögur stig.

Valur byrjaði ágætlega og var með tveggja stiga forskot eftir fyrsta leikhluta, 16:14. Haukar voru hins vegar mun sterkari næstu tvo leikhluta, unnu þá 26:12 og 31:21, og var staðan fyrir fjórða og síðasta leikhlutann 71:49.

Valur minnkaði muninn í lokaleikhlutanum en forskoti Hauka var ekki ógnað.

Lore Devos skoraði 21 stig og tók 12 fráköst fyrir Hauka og Diamond Battles gerði 17 stig. Jiselle Thomas skoraði 21 fyrir Val og Alyssa Cerino gerði 16 stig.

N1-höllin á Hlíðarenda, Bónus deild kvenna, 30. október 2024.

Gangur leiksins:: 6:0, 12:7, 12:10, 16:14, 18:21, 24:26, 27:30, 28:40, 32:50, 36:59, 42:67, 49:71, 52:74, 59:78, 65:83, 69:84.

Valur: Jiselle Elizabeth Valentine Thomas 21/7 fráköst/5 stoðsendingar, Alyssa Marie Cerino 16/8 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 9/7 fráköst, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 8, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 7, Guðbjörg Sverrisdóttir 5/5 fráköst, Alexandra Eva Sverrisdóttir 2, Sara Líf Boama 1/5 fráköst.

Fráköst: 21 í vörn, 15 í sókn.

Haukar: Lore Devos 21/12 fráköst, Diamond Alexis Battles 17/4 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 14/4 fráköst, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 14, Eva Margrét Kristjánsdóttir 8, Þóra Kristín Jónsdóttir 6/4 fráköst/7 stoðsendingar, Rósa Björk Pétursdóttir 2, Inga Lea Ingadóttir 2.

Fráköst: 24 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Jakob Árni Ísleifsson, Aron Rúnarsson.

Áhorfendur: 87

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert