Þór frá Akureyri hafði betur gegn Tindastóli, 102:95, í úrvalsdeild kvenna í körfubolta á Akureyri í kvöld. Þórsarar eru nú með fjögur stig, eins og Valur, Tindastóll og Stjarnan í 6.-9. sæti.
Heimakonur í Þór byrjuðu betur og unnu fyrsta leikhlutann 32:24. Var staðan í hálfleik 52:46. Þór vann þriðja leikhlutann 27:22 og tókst Tindastóli ekki að jafna í lokaleikhlutanum.
Amadine toi skoraði 25 stig fyrir Þór og Esther Fokke gerði 19 stig. Edyta Falenzcyk gerði 28 stig fyrir Tindastól og Randi Brown og Oumoul Coulibaly skoruðu 21 stig hvor.
Höllin Ak, Bónus deild kvenna, 30. október 2024.
Gangur leiksins:: 9:7, 21:12, 23:20, 32:22, 38:28, 41:31, 45:38, 52:46, 59:51, 67:60, 74:64, 79:68, 85:74, 87:77, 92:87, 102:95.
Þór Ak.: Amandine Justine Toi 25/5 stoðsendingar, Esther Marjolein Fokke 19, Eva Wium Elíasdóttir 16, Emma Karólína Snæbjarnardóttir 15, Madison Anne Sutton 14/23 fráköst/10 stoðsendingar, Natalia Lalic 10, Hrefna Ottósdóttir 3.
Fráköst: 24 í vörn, 12 í sókn.
Tindastóll: Edyta Ewa Falenzcyk 28, Randi Keonsha Brown 21/8 fráköst, Oumoul Khairy Sarr Coulibaly 21/14 fráköst/8 stoðsendingar, Mélissa Diawakana 18/6 stoðsendingar, Paula Cánovas Rojas 5, Brynja Líf Júlíusdóttir 2.
Fráköst: 19 í vörn, 10 í sókn.
Dómarar: Gunnlaugur Briem, Jón Þór Eyþórsson, Hjörleifur Ragnarsson.
Áhorfendur: 220