Danielle nýliði í íslenska landsliðinu

Danielle Rodriguez er í íslenska landsliðshópnum í fyrsta sinn.
Danielle Rodriguez er í íslenska landsliðshópnum í fyrsta sinn. mbl.is/Óttar

Benedikt Guðmundsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfuknattleik, hefur tilkynnt 15-manna leikmannahóp sinn fyrir tvo leiki í F-riðli undankeppni EM 2025 í næsta mánuði.

Ísland mætir Slóvakíu þann 7. nóvember og Rúmeníu 10. Nóvember. Báðir leikirnir fara fram í Ólafssal á Ásvöllum í Hafnarfirði.

Ísland er án stiga á botni riðilsins eftir tvo leiki og fara síðustu tveir leikir hans fram í febrúar.

Í leikmannahópnum eru alls þrír nýliðar; Danielle Rodriguez sem fékk íslenskan ríkisborgararétt á síðasta ári, Anna Lára Vignisdóttir hjá Keflavík og Kolbrún María Ármannsdóttir hjá Stjörnunni.

Leikmannahópurinn:

Agnes María Svansdóttir - Keflavík, 2 leikir
Anna Ingunn Svansdóttir - Keflavík, 10 leikir
Anna Lára Vignisdóttir - Keflavík, nýliði
Ásta Júlía Grímsdóttir - Valur, 14 leikir
Dagbjört Dögg Karlsdóttir - Valur, 20 leikir
Danielle Rodriquez – Fribourg, nýliði
Diljá Ögn Lárusdóttir - Stjarnan, 6 leikir
Eva Margrét Kristjánsdóttir - Haukar, 6 leikir
Eva Wium Elíasdóttir - Þór Akureyri , 2 leikir
Isabella Ósk Sigurðardóttr - Grindavík, 14 leikir
Kolbrún María Ármannsdóttir - Stjarnan, nýliði
Sara Líf Boama – Valur, 3 leikir
Thelma Dís Ágústsdóttir - Keflavík, 20 leikir
Tinna Guðrún Alexandersdóttir - Haukar, 6 leikir
Þóra Kristín Jónsdóttir - Haukar, 33 leikir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka