Stjarnan er með fullt hús stiga eftir fimm leiki í úrvalsdeild karla í körfuboltu eftir sigur á Grindavík, 104:98, í Garðabænum í kvöld.
Stjörnumenn eru á toppnum með tíu stig en Grindavík er í fjórða sæti með sex stig.
Stjarnan var fjórum stigum yfir í hálfleik, 52:48, og í þriðja leikhluta náði Stjörnuliðið 18 stiga forskoti, 84:66.
Grindvíkingar voru sterkari í fjóðra leikhluta en munurinn var of mikill og vann Stjarnan að lokum fjögurra stiga sigur.
Orri Gunnarsson skoraði 29 stig, tók átta fráköst og gaf tvær stoðsendingar í liði Stjörnunnar en Hilmar Smári Henningsson skoraði 27 stig, tók fjögur fráköst og gaf sex stoðsendingar.
Hjá Grindavík skoraði DeAndre Kane 26 stig, tók tíu fráköst og gaf fimm stoðsendingar.
Umhyggjuhöllin, Bónus deild karla, 31. október 2024.
Gangur leiksins:: 4:7, 4:14, 14:19, 23:25, 28:28, 37:32, 44:42, 52:48, 58:51, 68:51, 75:59, 84:66, 88:72, 95:84, 99:92, 104:98.
Stjarnan: Orri Gunnarsson 28/8 fráköst, Hilmar Smári Henningsson 27/4 fráköst/6 stoðsendingar, Ægir Þór Steinarsson 14/4 fráköst/8 stoðsendingar, Jase Febres 13, Shaquille Rombley 11/8 fráköst, Bjarni Guðmann Jónson 5, Júlíus Orri Ágústsson 2, Viktor Jónas Lúðvíksson 2, Hlynur Elías Bæringsson 2/6 fráköst.
Fráköst: 25 í vörn, 12 í sókn.
Grindavík: Deandre Donte Kane 26/10 fráköst/5 stoðsendingar, Devon Tomas 19/8 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 14/8 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 10, Daniel Mortensen 10/4 fráköst, Kristófer Breki Gylfason 8, Jason Tyler Gigliotti 5/6 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 5, Valur Orri Valsson 1.
Fráköst: 22 í vörn, 14 í sókn.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Ingi Björn Jónsson.
Áhorfendur: 279