Álftanes kom til baka gegn ÍR og vann, 93:87, í 5. umferð úrvalsdeildar karla í körfubolta á Álftanesi í kvöld.
Álftnesingar eru með fjögur stig í sjöunda sæti en ÍR er í næstneðsta sæti án stiga.
ÍR-ingar voru yfir, 78:71, þegar að þriðji leikhluti var búinn. Þá settu Álftnesingar hins vegar í annan gír, unnu leikhlutann 22:9 og leikinn með sex stigum.
Andrew Jones skoraði 23 stig, tók átta fráköst og gaf eina stoðsendingu fyrir Álftanes en Dúi Þór Jónsson skoraði 20 stig.
Hjá ÍR skoraði Jacob Falko 32 stig, tók sex fráköst og gaf fjórar stoðsendingar.
Álftanes, Bónus deild karla, 31. október 2024.
Gangur leiksins:: 2:9, 14:12, 20:16, 26:20, 31:25, 33:32, 43:41, 52:50, 59:61, 63:69, 67:76, 71:78, 77:81, 79:83, 88:83, 93:87.
Álftanes: Andrew Jones 23/8 fráköst, Dúi Þór Jónsson 20, David Okeke 17/12 fráköst, Haukur Helgi Briem Pálsson 14, Dimitrios Klonaras 10, Hörður Axel Vilhjálmsson 7/5 fráköst/6 stoðsendingar, Dino Stipcic 2.
Fráköst: 24 í vörn, 8 í sókn.
ÍR: Jacob Falko 32/6 fráköst, Matej Kavas 18, Oscar Jorgensen 14, Hákon Örn Hjálmarsson 12, Zarko Jukic 7/7 stoðsendingar, Aron Orri Hilmarsson 4.
Fráköst: 15 í vörn, 0 í sókn.
Dómarar: Jón Þór Eyþórsson, Sigurbaldur Frímannsson, Aron Rúnarsson.
Áhorfendur: 126