Njarðvík sigraði Íslandsmeistara Vals

Dominykas Milka sækir að Taiwo Badmus í leik liðanna á …
Dominykas Milka sækir að Taiwo Badmus í leik liðanna á síðasta tímabili. mbl.is/Kristinn Magnússon
Njarðvíkingar fengu Íslands- og deildarmeistara Vals í heimsókn í Íslandsmóti karla í körfubolta í kvöld og lauk leiknum með sigri Njarðvíkinga 101:94. Leikið var á nýjum heimavelli Njarðvíkingar í innri Njarðvík.

Njarðvíkingar eru með 8 stig eftir 5 leiki en Íslandsmeistararnir eru með einungis 4 stig úr 5 fyrstu leikjum sínum í deildinni.

Njarðvíkingar röðuðu niður þriggja stiga körfum í fyrsta leikhluta og komu fyrstu þrjár körfur liðsins fyrir utan þriggja stiga línuna.

Njarðvíkingar náðu mest 10 stiga forskoti í fyrsta leikhluta í stöðunni 14:4 en þann mun minnkuðu Valsmenn niður í eitt stig í stöðunni 21:20.

Njarðvíkingar komu til baka leiddu með 7 stigum eftir fyrsta leikhluta, 27:20.

Njarðvíkingar byrjuðu annan leikhluta mjög vel og settu niður 8 fyrstu stiginn og munurinn orðinn 15 stig áður en Valsmenn settu niður sín fyrstu stig í leikhlutanum.

Njarðvíkingar héldu áfram að sýna listir sínar og voru fljótlega komnir með 20 stiga forskot og fór svo að liðið fór með 22 stiga forskot inn í hálfleikinn.

Atyglisvert er að setja frá því að Valsmenn skoruðu aðeins tvær körfur úr opnum leik í öðrum leikhluta og 9 stig af vítalínunni. Samtals 13 stig.

Dominykas Milka setti niður 17 stig í fyrri hálfleik og tók 7 frákost fyrir Njarðvík. Khalil Shabazz var með 3 stoðsendingar.

Í liði Vals var Taiwo Hassan Badmus með 12 stig og 5 fráköst. Kristinn Pálsson var með 3 stoðsendingar.

Njarðvíkingar mættu mjög beittir inn í þriðja leikhlutann og náðu mest 25 stiga forskoti. Þá fóru Valsmenn að taka við sér og minnkuðu muninn niður í 18 stig þegar Khalil Shabazz setti þrist fyrir Njarðvík og kom þeim aftur yfir 20 stiga mun.

Valsmenn náðu hinsvegar að vinna þennan leikhluta og var munurinn 19 stig fyrir fjórða leikhlutann í stöðunni 80:61 fyrir Njarðvík.

Valsmenn byrjuðu fjórða leikhluta á að minnka muninn niður í 17 stig og allt galopið. Minnstur var munurinn 12 stig en þá fóru Ljónin frá Njarðvík aftur í gang og tókst þeim að auka muninn aftur í 19 stig í stöðunni 94:77 þegar rúmlega 3 mínútur voru eftir af fjórða leikhluta.

Valsmenn neituðu þó að gefast upp og minnkuðum muninn í 11 stig í stöðunni 94:83 og 2 mínútur og 28 sekúndur eftir.

Njarðvíkingar náðu að hægja á áhlaupi Valsmanna sem náðu að minnka muninn niður í x stig áður en leiknum lauk og má segja að mikilvægt hafi verið fyrir heimaliðið að ná upp þessu góða forskoti í fyrri hálfleik því Njarðvíkingar uppskáru að lokum sjö stiga sigur.

Khalil Shabazz var með 37 stig fyrir Njarðvíkinga og 7 stoðsendingar. Dominykas Milka var með 17 fráköst.
Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Njarðvík 101:94 Valur opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert