Tindastóll vann Hött án mikilli vandræða, 99:59, í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Sauðárkróki í kvöld.
Tindastólsmenn hafa unnið fjóra leiki í röð í deildinni eftir að hafa tapað fyrsta leiknum gegn KR. Hattarmenn unnu hins vegar fyrstu tvo leikina en hafa tapað síðustu þremur.
Tindastóll var 25 stigum yfir í hálfleik, 55:30, og Hattarmenn voru aldrei líklegir til að minnka muninn.
Giannis Agravanis skoraði 22 stig, tók fimm fráköst og gaf þrjár stoðsendingar í liði Tindastóls en Davis Geks skoraði 18 stig. Hjá Hetti skoraði Obadiah Trotter 15 stig, tók fjögur fráköst og gaf tvær stoðsendingar.
Sauðárkrókur, Bónus deild karla, 31. október 2024.
Gangur leiksins:: 9:0, 16:4, 22:14, 29:17, 41:20, 44:26, 50:29, 55:30, 66:32, 66:35, 75:39, 79:45, 89:48, 93:48, 96:54, 99:59.
Tindastóll: Giannis Agravanis 22/5 fráköst, Davis Geks 18, Pétur Rúnar Birgisson 14/4 fráköst, Dedrick Deon Basile 13/6 stoðsendingar, Hannes Ingi Másson 12/4 fráköst, Adomas Drungilas 7/5 fráköst/3 varin skot, Sigtryggur Arnar Björnsson 6/9 fráköst, Axel Arnarsson 4, Sigurður Stefán Jónsson 3.
Fráköst: 26 í vörn, 6 í sókn.
Höttur: Obadiah Nelson Trotter 15/4 fráköst, Nemanja Knezevic 13/9 fráköst, Courvoisier McCauley 8, Gustav Suhr-Jessen 6, David Guardia Ramos 6/4 fráköst, Óliver Árni Ólafsson 3, Andri Hrannar Magnússon 3, Adam Eiður Ásgeirsson 2/6 fráköst, Adam Heede-Andersen 2/5 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 1.
Fráköst: 18 í vörn, 14 í sókn.
Dómarar: Kristinn Óskarsson, Birgir Örn Hjörvarsson, Bjarni Rúnar Lárusson.
Áhorfendur: 300