Tindastóll rústaði Hetti

Davis Geks skoraði 18 stig fyrir Tindastól.
Davis Geks skoraði 18 stig fyrir Tindastól. mbl.is/Árni Sæberg

Tindastóll vann Hött án mikilli vandræða, 99:59, í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Sauðárkróki í kvöld. 

Tindastólsmenn hafa unnið fjóra leiki í röð í deildinni eftir að hafa tapað fyrsta leiknum gegn KR. Hattarmenn unnu hins vegar fyrstu tvo leikina en hafa tapað síðustu þremur.

Tindastóll var 25 stigum yfir í hálfleik, 55:30, og Hattarmenn voru aldrei líklegir til að minnka muninn. 

Giannis Agravanis skoraði 22 stig, tók fimm fráköst og gaf þrjár stoðsendingar í liði Tindastóls en Davis Geks skoraði 18 stig. Hjá Hetti skoraði Obadiah Trotter 15 stig, tók fjögur fráköst og gaf tvær stoðsendingar. 

Tindastóll - Höttur 99:59

Sauðárkrókur, Bónus deild karla, 31. október 2024.

Gangur leiksins:: 9:0, 16:4, 22:14, 29:17, 41:20, 44:26, 50:29, 55:30, 66:32, 66:35, 75:39, 79:45, 89:48, 93:48, 96:54, 99:59.

Tindastóll: Giannis Agravanis 22/5 fráköst, Davis Geks 18, Pétur Rúnar Birgisson 14/4 fráköst, Dedrick Deon Basile 13/6 stoðsendingar, Hannes Ingi Másson 12/4 fráköst, Adomas Drungilas 7/5 fráköst/3 varin skot, Sigtryggur Arnar Björnsson 6/9 fráköst, Axel Arnarsson 4, Sigurður Stefán Jónsson 3.

Fráköst: 26 í vörn, 6 í sókn.

Höttur: Obadiah Nelson Trotter 15/4 fráköst, Nemanja Knezevic 13/9 fráköst, Courvoisier McCauley 8, Gustav Suhr-Jessen 6, David Guardia Ramos 6/4 fráköst, Óliver Árni Ólafsson 3, Andri Hrannar Magnússon 3, Adam Eiður Ásgeirsson 2/6 fráköst, Adam Heede-Andersen 2/5 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 1.

Fráköst: 18 í vörn, 14 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Birgir Örn Hjörvarsson, Bjarni Rúnar Lárusson.

Áhorfendur: 300



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert