Meira um óþarfa tuddaskap þegar strákarnir stækkuðu

„Ég vildi bara vera í körfubolta, fótbolta og á æfingum alla daga,“ sagði körfuknattleikskonan fyrrverandi Dagný Lísa Davíðsdóttir í Dagmálum.

Dagný Lísa, sem er 27 ára gömul, lagði skóna óvænt á hilluna í sumar en hún var meðal annars valin besti leikmaður úrvalsdeildarinnar tímabilið 2021-22.

Fannst þetta eðlilegt

Dagný Lísa lék sinn fyrsta meistaraflokksleik þegar hún var 13 ára gömul með uppeldisfélagi sínu Hamri en hún æfði mikið með strákum á sínum yngri árum þar sem fáar stelpur voru að æfa í Hveragerði.

„Ég var mjög mikið með strákum á þessum tíma, í frímútum og eftir skóla líka,“ sagði Dagný Lísa.

„Við vorum oft tvær til þrjár stelpur með strákunum á æfingum en mér fannst þetta bara frekar eðlilegt því þetta var okkar leið til þess að fá að æfa. Svo gerðist það á ákveðnum tímapunkti að allir strákarnir urðu 190 sentímetrar og 90 kílógrömm.

Þá varð meira um óþarfa tuddaskap, að mér fannst, en þetta var um svipað leyti og ég fór að æfa með meistaraflokki kvenna, og maður býr að þessari reynslu ennþann dag í dag,“ sagði Dagný Lísa meðal annars.

Viðtalið við Dagnýju Lísu í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Dagný Lísa Davíðsdóttir.
Dagný Lísa Davíðsdóttir. mbl.is/Óttar Geirsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert