Fyrsta tap Stjörnunnar kom á Sauðárkróki

Sigtryggur Arnar Björnsson skýtur, Jase Febres verst.
Sigtryggur Arnar Björnsson skýtur, Jase Febres verst. Ljósmynd/Jóhann Helgi Sigmarsson

Tindastóll er kominn á toppinn í úrvalsdeild karla í körfubolta eftir sigur á Stjörnunni, 92:87, á Sauðárkróki í kvöld. 

Tindastóll er með tíu stig eftir fyrstu sex umferðirnar, jafnmörg og Stjarnan sem tapaði sínum fyrsta leik í kvöld. 

Tindastóll var með forystuna megnið af leiknum en Stjörnumenn héldu alltaf í. Leikurinn var æsispennandi og með mikil gæði. 

Sauðkrækingar voru tíu stigum yfir í hálfleik, 55:45, en Stjörnumenn áttu betri þriðja leikhluta og minnkuðu muninn í eitt stig, 74:73, fyrir fjórða leikhluta. 

Þá var mikið jafnræði meðal liðanna en undir lok leiks voru heimamenn í Tindastóli aðeins sterkari og unnu leikinn. Davis Geks sýndi sig og skoraði þrjá þrista í fjórða leikhluta. 

Adomas Drungilas skoraði 25 stig og tók níu fráköst í liði Tindastóls en Dedrick Basile skoraði 19 stig, tók sex fráköst og gaf tólf stoðsendingar. 

Hjá Stjörnunni skoraði Orri Gunnarsson mest eða 18 stig. Jase Ferbes skoraði þá 17 stig og tók tólf fráköst. 

Tindastóll heimsækir Þór Þorlákshöfn í næstu umferð en Stjarnan fær Hött í heimsókn. 

Tindastóll - Stjarnan 92:87

Sauðárkrókur, Bónus deild karla, 03. nóvember 2024.

Gangur leiksins: 4:4, 12:10, 23:14, 28:23, 37:30, 44:33, 47:41, 55:45, 55:56, 62:62, 67:70, 74:73, 81:76, 83:81, 85:83, 92:87.

Tindastóll: Adomas Drungilas 25/9 fráköst, Dedrick Deon Basile 19/6 fráköst/12 stoðsendingar/5 stolnir, Sigtryggur Arnar Björnsson 14, Davis Geks 12, Giannis Agravanis 12/9 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 7/5 fráköst, Hannes Ingi Másson 3.

Fráköst: 24 í vörn, 9 í sókn.

Stjarnan: Orri Gunnarsson 18/6 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 17/5 fráköst/8 stoðsendingar, Jase Febres 17/12 fráköst, Hilmar Smári Henningsson 15, Shaquille Rombley 8/9 fráköst, Bjarni Guðmann Jónson 6/5 fráköst, Júlíus Orri Ágústsson 6.

Fráköst: 25 í vörn, 15 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Jóhannes Páll Friðriksson, Davíð Kristján Hreiðarsson.

Áhorfendur: 500.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Tindastóll 92:87 Stjarnan opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert