Breytingar á landsliðshópi Íslands

Agnes Jónudóttir er komin í landsliðshópinn.
Agnes Jónudóttir er komin í landsliðshópinn. mbl.is/Karítas

Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta hefur gert tvær breytingar á landsliðshópnum fyrir komandi leiki í undankeppni EM. 

Hanna Þráinsdóttir úr Aþenu og Agnes Jónudóttir Haukum koma inn í staðinn fyrir Ástu Júlíu Grímsdóttur hjá Val og Evu Margrétar Kristjánsdóttur úr Haukum. Eru þær báðar nýliðar hjá landsliðinu. 

Ísland mæt­ir Slóvakíu þann 7. nóv­em­ber og Rúm­en­íu 10. nóv­em­ber. Báðir leik­irn­ir fara fram í Ólafssal á Ásvöll­um í Hafnar­f­irði.

Ísland er án stiga á botni riðils­ins eft­ir tvo leiki og fara síðustu tveir leik­ir hans fram í fe­brú­ar.

View this post on Instagram

A post shared by Haukar_karfa (@haukar_karfa)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert