Rekinn vegna vandræða innan og utan vallar

Wendell Green og Frank Aron Booker eigast við í leik …
Wendell Green og Frank Aron Booker eigast við í leik Keflavíkur og Vals. mbl.is/Karítas

Magnús Sverrir Þorsteinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, segir að ástæðan fyrir því að Bandaríkjamaðurinn hafi verið leystur undan samningi snúi að vandræðum innan sem utan vallar.

Green var að skora vel af stigum að meðaltali í leik en var hins vegar með lélegustu skotnýtinguna af bandarískum leikmönnum úrvalsdeildarinnar.

„Það er alltaf leiðinlegt þegar verið er að reka menn eða losa menn. Auðvitað vonast maður alltaf til að menn standi sig þegar þeir koma og spila fyrir okkur. Það gerðist því miður ekki í þetta skiptið,“ sagði Magnús í samtali við Vísi.

Búið að vera vesen

Spurður hvort slæm hegðun utan vallar hafi haft sitt að segja sagði hann:

„Það virðist vera að eitthvað sé komið út um það. Ég veit ekki alveg hvernig á að svara því. Það er búið að vera meira vesen. Þetta er bæði innan og utan vallar.

Það eru komnar einhverjar sögur á kreik með það. Ég ætla hvorki að játa þeim eða neita þeim en þetta er bæði innan vallar og utan, þessi brottrekstur.“

Magnús sagði þá leit að nýjum bandarískum leikmanni þegar hafna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert