Gott kvöld fyrir Íslendingana

Elvar Már Friðriksson í baráttunni í kvöld.
Elvar Már Friðriksson í baráttunni í kvöld. Ljósmynd/FIBA

Kvöldið var gott fyrir Íslendingana sem leika með liðum sínum í Evrópubikar karla í körfubolta.

Tryggvi Snær Hlinason átti flottan leik fyrir Bilbao frá Spáni er liðið valtaði yfir georgíska liðið Kutaisi á heimavelli, 91:63.

Tryggvi skoraði 12 stig, tók fjögur fráköst og gaf tvær stoðsendingar á 18 mínútum. Bilbao hefur unnið alla leiki sína í J-riðli.

Gríska liðið Maroussi sigraði Sabah frá Aserbaídsjan á heimavelli, 82:71. Elvar Már Friðriksson skoraði átta stig, tók fjögur fráköst og gaf tvær stoðsendingar á 25 mínútum með Maroussi.

Njarðvíkingurinn og liðsfélagar hans eru með þrjá sigra og tvö töp eftir fimm leiki í G-riðli.

Tryggvi Snær Hlinason og félagar fagna saman í kvöld.
Tryggvi Snær Hlinason og félagar fagna saman í kvöld. Ljósmynd/FIBA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka