Curry illviðráðanlegur gegn meisturunum

Steph Curry lék frábærlega í nótt.
Steph Curry lék frábærlega í nótt. AFP/Scott Taetsch

Steph Curry átti stórleik fyrir Golden State Warriors er liðið lagði NBA-meistara Boston Celtics, 118:112, í deildinni í nótt.

Curry skoraði 27 stig, tók sjö fráköst, gaf níu stoðsendingar og stal boltanum fjórum sinnum.

Golden State hefur nú unnið fimm leiki í röð og hefur unnið sjö af fyrstu átta leikjum sínum. Boston er einnig með sjö sigra en í níu leikjum.

Hjá Boston var Jayson Tatum stigahæstur með 32 stig. Derrick White bætti við 26 stigum.

Cleveland sló met

Cleveland Cavaliers sló félagsmet þegar liðið hafði betur gegn New Orleans Pelicans, 131:122.

Liðið hefur unnið fyrstu níu leiki sína á tímabilinu og hefur aldrei byrjað tímabil betur í sögu félagsins.

Donovan Mitchell var atkvæðamestur hjá Cleveland með 29 stig.

Stórleikur gamla brýnisins LeBron James dugði ekki til fyrir LA Lakers sem tapaði 131:114 fyrir Memphis Grizzlies.

James skoraði 39 stig, tók sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar.

Þá var Serbinn Nikola Jokic í essinu sínu þegar lið hans Denver Nuggets vann Oklahoma City Thunder 124:122.

Jókerinn var líkt og svo oft áður með þrefalda tvennu er hann skoraði 23 stig, tók 20 fráköst og gaf 16 stoðsendingar.

Úrslit næturinnar:

Boston – Golden State 112:118
New Orleans – Cleveland 122:131
Memphis – LA Lakers 131:114
Denver – Oklahoma City 124:122
Charlotte – Detroit 108:107
Indiana – Orlando 118:111
Atlanta – New York 121:116
Houston – San Antonio 127:100
Dallas – Chicago 119:99
Phoenix – Miami 115:112
LA Clippers – Philadelphia 110:98
Sacramento – Toronto 122:107

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert