Benedikt Guðmundsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfuknattleik, hefur valið þá tólf leikmenn sem taka þátt í leik liðsins gegn Slóvakíu í undankeppni EM 2025 í Ólafssal á Ásvöllum í kvöld.
Þrír leikmenn munu spila sinn fyrsta A-landsleik en það eru þær Danielle Rodriguez, Anna Lára Vignisdóttir og Kolbrún María Ármannsdóttir.
Leikurinn hefst klukkan 19.30 og er ókeypis aðgangur á hann.
Leikmennirnir tólf eru sem hér segir:
Agnes María Svansdóttir – Keflavík 2 leikir
Anna Ingunn Svansdóttir – Keflavík 10 leikir
Anna Lára Vignisdóttir – Keflavík nýliði
Dagbjört Dögg Karlsdóttir – Valur 20 leikir
Danielle Rodriquez – Fribourg nýliði
Diljá Ögn Lárusdóttir – Stjarnan 6 leikir
Eva Wium Elíasdóttir – Þór Akureyri 2 leikir
Hanna Þráinsdóttir – Aþena – 2 leikir
Kolbrún María Ármannsdóttir – Stjarnan nýliði
Thelma Dís Ágústsdóttir – Keflavík 20 leikir
Þóra Kristín Jónsdóttir – Haukar 33 leikir
Tinna Guðrún Alexandersdóttir – Haukar 6 leiki