Álftnesingar sterkari í lokin í Hafnarfirði

David Okeke átti flottan leik fyrir Álftanes.
David Okeke átti flottan leik fyrir Álftanes. Arnþór Birkisson

Álftanes vann sinn þriðja sigur í röð í úrvalsdeild karla í körfubolta er liðið gerði góða ferð í Hafnarfjörðinn og sigraði Hauka, 91:86, í Ólafssal á Ásvöllum í kvöld.

Álftnesingar eru með sex stig, eins og Keflavík, Grindavík, Höttur og KR í 5.-9. sæti. Haukar eru stigalausir og í slæmum málum á botninum.

Haukar byrjuðu betur og voru með 28:25-forskot eftir fyrsta leikhluta. Álftanes svaraði með tíu stiga sigri í öðrum leikhluta og var staðan eftir hann 51:44.

Haukamenn svöruðu með góðum þriðja leikhluta og var staðan fyrir fjórða og síðasta leikhlutann 71:68.

Gestirnir voru hins vegar sterkari í lokaleikhlutanum og knúðu fram fimm stiga sigur.

Andrew Jones skoraði 31 stig fyrir Álftanes og David Okeke gerði 15 og tók 11 fráköst. Tyson Jolly skoraði 22 stig og tók 12 fráköst fyrir Hauka og Everage Richardson skoraði 20 stig.

Haukar - Álftanes 86:91

Ásvellir, Bónus deild karla, 08. nóvember 2024.

Gangur leiksins:: 6:7, 16:10, 18:21, 28:25, 32:32, 37:39, 41:49, 44:51, 55:54, 63:55, 67:58, 71:68, 77:71, 79:73, 83:81, 86:91.

Haukar: Tyson Jolly 22/12 fráköst/7 stoðsendingar, Everage Lee Richardson 20/6 stoðsendingar, Steeve Ho You Fat 15/9 fráköst, Seppe D'Espallier 13/8 fráköst, Hilmir Arnarson 8, Kristófer Breki Björgvinsson 4, Hugi Hallgrimsson 2, Birkir Hrafn Eyþórsson 2.

Fráköst: 27 í vörn, 11 í sókn.

Álftanes: Andrew Jones 31/4 fráköst, David Okeke 15/11 fráköst, Dimitrios Klonaras 13/10 fráköst, Dúi Þór Jónsson 11/6 stoðsendingar, Haukur Helgi Briem Pálsson 10/7 fráköst, Viktor Máni Steffensen 6, Hörður Axel Vilhjálmsson 3, Tómas Þórður Hilmarsson 2/4 fráköst.

Fráköst: 32 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Jóhannes Páll Friðriksson, Bjarni Rúnar Lárusson.

Áhorfendur: 111

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert