Sannfærandi sigur Grindvíkinga

Devon Tomas með boltann í kvöld og Jordan Sample til …
Devon Tomas með boltann í kvöld og Jordan Sample til varnar. mbl.is/Ólafur Árdal

Grindavík hafði betur gegn Þór Þorlákshöfn, 99:70 í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í Smáranum i dag.

Grindavík er í þriðja sæti með átta stig en fyrir leikinn í dag hafði liðið tapað tveimur leikjum í röð. Þór er í fjórða sæti með jafn mörg stig.

Grindavík var með yfirhöndina allan leikinn, staðan var 28:23 fyrir þeim eftir fyrsta leikhluta, 52:44 í hálfleik og Grindavík var 21 stigi yfir í lok þriðja leikhluta, 81:60.

Devon Tomas var stigahæstur fyrir Grindavík með 24 stig og Deandre Donte Kane kom næstur með 18.

Marreon Jackson og Jordan Semple voru stigahæstir fyrir Þór með 16 stig.

Grindavík - Þór Þ. 99:70 

Smárinn, Bónus deild karla, 09. nóvember 2024.

Gangur leiksins:: 7:6, 9:11, 19:16, 28:23, 35:27, 39:31, 46:33, 52:44, 61:48, 69:53, 74:55, 81:60, 85:62, 88:68, 92:70, 99:70.

Grindavík: Devon Tomas 24/8 fráköst/7 stoðsendingar, Deandre Donte Kane 18, Daniel Mortensen 13/9 fráköst/7 stoðsendingar, Jason Tyler Gigliotti 12/5 fráköst, Ólafur Ólafsson 8/7 fráköst, Valur Orri Valsson 7, Oddur Rúnar Kristjánsson 6, Kristófer Breki Gylfason 5, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 4/5 fráköst, Alexander Veigar Þorvaldsson 2.

Fráköst: 36 í vörn, 4 í sókn.

Þór Þ.: Marreon Jackson 16/6 fráköst/6 stoðsendingar, Jordan Semple 16/10 fráköst, Morten Bulow 13/5 fráköst, Justas Tamulis 10, Marcus Brown 9, Ragnar Örn Bragason 3/4 fráköst, Ólafur Björn Gunnlaugsson 2/6 fráköst, Emil Karel Einarsson 1.

Fráköst: 27 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Bjarki Þór Davíðsson, Birgir Örn Hjörvarsson.

Áhorfendur: 423

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert