Grindavík hafði betur gegn Þór Þorlákshöfn, 99:70 í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í Smáranum i dag.
Grindavík er í þriðja sæti með átta stig en fyrir leikinn í dag hafði liðið tapað tveimur leikjum í röð. Þór er í fjórða sæti með jafn mörg stig.
Grindavík var með yfirhöndina allan leikinn, staðan var 28:23 fyrir þeim eftir fyrsta leikhluta, 52:44 í hálfleik og Grindavík var 21 stigi yfir í lok þriðja leikhluta, 81:60.
Devon Tomas var stigahæstur fyrir Grindavík með 24 stig og Deandre Donte Kane kom næstur með 18.
Marreon Jackson og Jordan Semple voru stigahæstir fyrir Þór með 16 stig.
Smárinn, Bónus deild karla, 09. nóvember 2024.
Gangur leiksins:: 7:6, 9:11, 19:16, 28:23, 35:27, 39:31, 46:33, 52:44, 61:48, 69:53, 74:55, 81:60, 85:62, 88:68, 92:70, 99:70.
Grindavík: Devon Tomas 24/8 fráköst/7 stoðsendingar, Deandre Donte Kane 18, Daniel Mortensen 13/9 fráköst/7 stoðsendingar, Jason Tyler Gigliotti 12/5 fráköst, Ólafur Ólafsson 8/7 fráköst, Valur Orri Valsson 7, Oddur Rúnar Kristjánsson 6, Kristófer Breki Gylfason 5, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 4/5 fráköst, Alexander Veigar Þorvaldsson 2.
Fráköst: 36 í vörn, 4 í sókn.
Þór Þ.: Marreon Jackson 16/6 fráköst/6 stoðsendingar, Jordan Semple 16/10 fráköst, Morten Bulow 13/5 fráköst, Justas Tamulis 10, Marcus Brown 9, Ragnar Örn Bragason 3/4 fráköst, Ólafur Björn Gunnlaugsson 2/6 fráköst, Emil Karel Einarsson 1.
Fráköst: 27 í vörn, 10 í sókn.
Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Bjarki Þór Davíðsson, Birgir Örn Hjörvarsson.
Áhorfendur: 423