Sigurganga Cleveland heldur áfram

Evan Mobley skoraði 23 stig í nótt.
Evan Mobley skoraði 23 stig í nótt. AFP/Jason Miller

Cleveland Cavaliers sigruðu Brooklyn Nets 105:100 í bandarísku NBA deildinni í körfubolta en þetta var 11, sigurleikur liðsins í röð.

Evan Mobley var atkvæðamestur hjá Cleveland með 23 stig, 16 fráköst og eina stoðseningu. Á eftir honum var Donovan Mitchell með 22 stig.

Cam Johnson skoraði 23 og þeir Dennis Schroder og Cam Thomas voru með 22 stig hvor.

James Harden átti frábæran leik með LA Clippers en liðið tapaði gegn Toronto Raptors, 105:103. Harden var með 24 stig, 12 fráköst og sjö stoðsendingar. 

Ochai Agbaji og Immanuel Quickley skoruðu báðir 21 stig fyrir Toronto.

Stórleikur Victor Wembanyama dugði ekki til þegar San Antonio Spurs tapaði naumlega, 110:111, fyrir Utha Jazz í nótt. Wembanyama skoraði 24 stig og tók 16 fráköst en hjá Utha var Colin Sexton stigahæstur með 23 stig og þar á eftir var Lauri Markkanen með 20.

Chicago Bulls höfðu betur gegn Atlanta Hawks, 125:113, en fyrir leikinn var liðið búið að tapa fjórum leikjum í röð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert