Cleveland Cavaliers sigruðu Brooklyn Nets 105:100 í bandarísku NBA deildinni í körfubolta en þetta var 11, sigurleikur liðsins í röð.
Evan Mobley var atkvæðamestur hjá Cleveland með 23 stig, 16 fráköst og eina stoðseningu. Á eftir honum var Donovan Mitchell með 22 stig.
Cam Johnson skoraði 23 og þeir Dennis Schroder og Cam Thomas voru með 22 stig hvor.
Mobley. Mitchell. Garland.@cavs trio combines for 65 points 🔥
— NBA (@NBA) November 10, 2024
CLE improves to 11-0 to start the season! pic.twitter.com/uNC0J355cn
James Harden átti frábæran leik með LA Clippers en liðið tapaði gegn Toronto Raptors, 105:103. Harden var með 24 stig, 12 fráköst og sjö stoðsendingar.
Ochai Agbaji og Immanuel Quickley skoruðu báðir 21 stig fyrir Toronto.
The @LAClippers duo combines for 48 points in the win over Toronto!
— NBA (@NBA) November 10, 2024
James Harden: 24p, 12r, 7a
Norman Powell: 24p, 50% shooting pic.twitter.com/IwiMiagAvK
Stórleikur Victor Wembanyama dugði ekki til þegar San Antonio Spurs tapaði naumlega, 110:111, fyrir Utha Jazz í nótt. Wembanyama skoraði 24 stig og tók 16 fráköst en hjá Utha var Colin Sexton stigahæstur með 23 stig og þar á eftir var Lauri Markkanen með 20.
Victor Wembanyama this afternoon...
— NBA (@NBA) November 10, 2024
👽 24 PTS
👽 16 REB
👽 7 BLK
👽 6 3PM (career high)
He is the first player in NBA history to record multiple games with 20+ PTS, 15+ REB, 5+ BLK, and 5+ 3PM! pic.twitter.com/j3wDFloOOk
Chicago Bulls höfðu betur gegn Atlanta Hawks, 125:113, en fyrir leikinn var liðið búið að tapa fjórum leikjum í röð.